Ofríki og frekja.

Þetta upphlaup allt sýnir okkur hve mikilvægt það er að skilja að löggjafar- og framkvæmdavaldið. Nú hélt ég að þeir sem hafa gagnrýnt fyrri ríkisstjórn hvað mest fyrir að nota þingið sem stimpilpúða fyrir ríkistjórnarfrumvörp, myndu ekki hegða sér eins og Jóhanna gerði í gær. En það er öðru nær. Það var virkilega ömurlegt að horfa upp á ríkisstjórnargengið missa sig gjörsamlega þegar einn af þingmönnum Framsóknar dirfðist að fylgja eftir stjórnaskrárbundinni skyldu sinni og láta samviskuna ráða í störfum sínum á Alþingi. Það  var rokið upp og byrjað að ætla Höskuldi allskyns annarlegar hvatir og þær helstar að hann sé þarna að verja Davíð Oddsson. Það hefur nú hingað til ekki vafist fyrir Davíð að verja sig sjálfur...

Það er tvennt sem ég vil benda á. Í fyrsta lagi þekki ég Höskuld af því einu að vera vandaður maður sem ekki lætur hlaupa með sig í vitleysu. Og í öðru lagi; að seðlabankafrumvarpið á ekki, og má ekki snúast um Davíð Oddsson. Það á að snúast um að hér sé skilvirkur og vandaður seðlabanki skipaður stjórnendum sem vinni störf sín af fagmennsku og ábyrgð. Ef Höskuldi finnst hann þurfa að lesa skýrslu ESB um skipan seðlabanka, þá ber að hrósa honum fyrir að vanda sig í vinnunni, en ekki ráðast á hann með ósvífni og frekju...


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóka í tómu tjóni.

Eins og ég hefi fyrr minnst á þá, er Jóhanna búin að klúðra sínu helsta baráttumáli í ríkisstjórn "big time". Davíð fer ekki, enda ber honum engin skylda til þess.

Þegar embættismaður er rekinn þá er ekki nóg að segja: Farðu, ég vil ekki hafa þig...Það þarf að fara eftir réttum leiðum og lögformlegum.  Hann þarf að hafa brotið af sér í starfi og það þarf að vera búið að birta honum áminningu og hann þarf að fá að nota sinn andmælarétt og s.frv. Það er nebblega stórmál að reka seðlabankastjóra sem ekki hefur verið uppvís að broti í starfi.

Eins og Jóka reyndi að gera þetta, þá eru þetta bara pólitískar hreinsanir og ekkert annað. Mér þykir bara verst að Ingimundur skildi lúffa fyrir þess hótunarbréfi. Og það að senda bréfið heim til Davíðs en ekki á skrifstofu hans í bankanum er bara heimska á lokastigi. Hún vissi mætavel að hann var erlendis og myndi ekki koma heim fyrr en á fimmtudaginn. Fyrst það lá svona mikið á að birta honum þetta bréf, var þá ekki hægt að koma því til London og í hendurnar á honum þar?  Síðan þegar Davíð fréttir af bréfinu er það vegna þess að það er búið að gera innihald þess opinbert í fjölmiðlum, ÁN ÞESS AÐ SÁ SEM Á AÐ SVARA ÞVÍ SÉ BÚINN AÐ FÁ BRÉFIÐ Í HENDUR!!.  Heldur þessi ríkisstjórn að það sé bara hægt að kasta öllum réttindum ríkisstarfsmanna út um gluggann bara af því að þeir eru seðlabankastjórar og fyrir einhverjum lögum sem kannski verða sett seinna??

Svo þykir mér það vera að koma æ betur í ljós að Davíð hefur unnið fyrir kaupinu sínu í Seðlabankanum. Var það ekki hann sem setti Nonna litla stólinn fyrir dyrnar, þegar Glitnir vildi fá fullt af gjaldeyri til að halda áfram með sín vonlausu píramídakeðjubréf. Það var eins gott að það var ekki hlaupið út með tugi eða hundruð milljarða af allt of litlum gjafeyrisforða okkar. Þeir aurar hefðu án efa horfið eins og dögg fyrir sólu og ekki verið séns að ná nokkru til baka. Það er búið að koma svo berlega í ljós undanfarnar vikur að það voru mest gervieignir og uppskrúfuð veð sem var hryggjarstykkið í eignum bankanna.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að þá hefði verið rétt að skipta út Seðlabankastjórn og stjórn FME strax í október. Það hefði átt að skipa nokkurskonar almannavarnanefnd eða herráð á efnahagssviðinu og ganga af krafti í málin. Þetta voru jú efnahagslegar hamfarir sem yfir okkur gengu. En stjórnin tók annan pól í hæðina og ákvað að vinna málin hægt en örugglega og fékk því á sig gagnrýni fyrir að gera lítið sem ekkert. Það er ekki nándar nærri eins mikilvægt að skipta um stjórn í Seðló núna. Það eru flestir sem við þurfum að hafa gott af erlendis búnir að sætta sig við hvernig hefur verið tekið á málunum hjá okkur.

Ég vil að lokum benda á viðtalið við Vilhjálm Bjarnason í Mogganum í dag. Það segir hann að það sé ekki þjóðinni sæmandi að reyna að finna í Davíð Oddsyni blóraböggulinn fyrir bankahruninu. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hafði þá sennilega rétt fyrir mér...

 Lúðvíksskorturinn í ríkisstjórn er þá eftir allt saman vegna þess að hann er einfaldlega ekki nægilega öflugur, einarður og trúverðugur, að mati þeirra Jóku og Imbu.  Það var auðvitað allt í lagi og gerði hann als ekki óhæfan í ráðherrastól, að hann var búinn að góðærissukka á snekkjunni með Nonna í Nonnabúð, og kúka upp að öxlum í fjármálum sínum. Það eru bara pólitískir andstæðingar sem mega ekki gera svoleiðis...

Svo var mér reyndar bent á þann möguleika að þeim þætti hann svo dæmalaust leiðinlegur.

Það kæmi mér reyndar ekki mikið á óvart...


Nú...?!

Ég hélt að ástæðan fyrir Lúðvíksskorti í ríkisstjórn hefði verið sú að hann sé einfaldlega ekki nægilega öflugur, einarður og trúverðugur, að mati þeirra Jógu og Imbu. Ég myndi a.m.k. ekki treysta honum fyrir að stjórna tombólu á skólaskemmtun hvað þá meira...


mbl.is Fjármál Lúðvíks komu í veg fyrir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna klúðrar seðlabankamálum.

Ja, það byrjar ekki fallega hjá henni Jóku. Hún hefur greinilega haldið að um leið og hún væri orðin forsætisráðherra væri nóg að senda bréf í seðló og þá myndu Davíð og félagar bara hlaupa út - hviss, bang... Hún hefur greinilega ofmetið vald sitt eitthvað.

Hún hefði betur byrjað á réttum enda. Fyrst hefði hún átt að breyta lögum um Seðlabankann, þannig að núverandi stjórnarfyrirkomulag hefði verið lagt niður. Ef þannig hefði verið farið að þurfti ekki að biðja neinn að hætta. Stöður núverandi seðlabankastjóra hefðu einfaldlega verið lagðar niður og þeir hefðu fengið sína 12 mánuði greidda.

Málið dautt.

En ákafinn var svo mikill að losna við Davíð, að það var ekki hugsuð hálf hugsun til enda hjá Jóhönnu. Það var vissulega nauðsyn að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum, til að auka tiltrú á peningamálastjórninni hjá okkur. En áhrifin af hreinsunum í seðlabankanum hefðu verið margfalt meiri ef þær hefðu verið framkvæmdar í október heldur en núna. Það eru víst flestir sem hafa samskipti við okkur á annað borð, búnir að átta sig á að við erum á fullu í því að gera eitthvað í okkar málum. Þannig að nokkrir dagar til eða frá með núverandi bankastjórn hefðu ekki skipt nokkru máli. En þetta rugl í Jóhönnu er að öllum líkindum búið að skemma fyrir okkur og hefur náð að rýra tiltrú umheimsins, bæði á henni og stjórnkerfinu öllu.

Og það er eitthvað sem við getum alveg verið án...


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru allir hættir að berja potta og pönnur...?

Er ekki tilvalið að mótmæla svona framkomu við mann sem ekkert hefur til saka unnið annað en að segja það sem honum bjó í brjósti. Það er helvíti hart að hafa slíkan drullusokk og hálfmenni fyrir yfirmann að það megi ekki benda á mismunun og bruðl í fyrirtækinu án þess að vera rekinn. Ég hélt líka að Toyota þyrfti á öllu öðru að halda núna þegar bílasalan er botnfrosin heldur en að fá svona umtal. Ekki mun ég hafa neitt saman við Toyota að sælda meðan þessi gibbonapi er við stjórn þar...


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón eða ekki Jón...

Það er algert aukaatriði fyrir okkur almenning hvort það er Jón Ásgeir eða Phillip Green sem borgar það sem Baugur skuldar bönkunum "okkar". Það sem skiptir máli er það að það sé haldið utan um eignirnar og þeim haldið í rekstri, eða þær verði seldar fyrir skuldum. Og þá öllum skuldum en ekki bara litlum hluta eins og Jón Ásgeir fullyrti að yrði gert. Þar gildir að vera þolinmóður og hlaupa ekki til og selja þeim fyrsta sem lætur klingja í silfrinu.

Það eru jú þessar eignir sem eiga að borga fyrir okkur landráðaskuldbindingarnar í Icesave...


mbl.is Eignir Baugs ekki á brunaútsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta voru dýrar bréfaskriftir.

Páll Skúlason heimspekingur og fv. Háskólarektor, er enginn venjulegur álitsgjafi sem kallað er á í tíma og ótíma til að gaspra um hin ólíkustu mál. Hann hefur hingað til verið þekktur af öðru en að gaspra og fara með fleipur. Það vakti því verulega athygli þegar hann sagði eitthvað á þá leið í viðtali á dögunum, að landráð væru landráð, jafnvel þó að þau væru framin af vangá.

Nú er það staðfest í bréfi Viðskiptaráðuneytisins til Bretana, að þar var verið að lofa meiru heldur en hægt er að standa við. Það vekur óneitanlega hjá manni þá hugsun, að það hafi enginn látið svo lítið að reikna út hvaða upphæðir væru um að ræða þegar þetta loforð var sent til Bretlands. Það var bara lofað upp í hina stórustu ermi í heimi. En, með þessu loforði var Viðskiptaráðherra að lofa því að setja þjóðina lóðbeint á höfuðið.

Ef þetta eru ekki landráð þá heiti ég Jósefína...


mbl.is Lofuðu stuðningi ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig starfslokasamningur?

Hvernig er það með brotthvarf seðlabankastjórnar, er ekki einhver munur á hvort þeir eru beðnir um að hætta, eða að þeir séu reknir? Mér hefur skilist að það sé munur þarna á. Mér skilst að ef starf þeirra er lagt niður, þá sé ekkert óvanalegt að þeir fái starfslokasamning til 12 til 18 mánaða. En ef þeir eru hins vegar reknir, og þá sennilega að ósekju og án undangengina áminninga, þá þurfi að borga þeim laun út ráðningartímann.

Það væri gaman að vita hvort þetta sé rétt...


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það hlaut að koma að því.

Oft ratast kjöftugum satt á munn og það hlaut líka að koma að því að Neigrímur J. segði eitthvað af viti.

Eftir að bankabófarnir eiðilögðu endanlega fyrir okkur blessaða krónuna, þá varð það morgunljóst að við þyrftum nýjan gjaldmiðil. Og við þurfum hann strax. Einhliða upptaka gjaldmiðils er að mínu viti vondur kostur. Trúverðugleiki okkar er nú þegar kominn það langt niður fyrir alkul, að það er ekki á það bætandi. Því þurfum við að semja við einhvern aðila um að fá að nota galdmiðil viðkomandi ríkis.

Evran er engin lausn. Það tekur langan tíma að, í fyrsta lagi að ganga í ESB, og í öðru lagi, er það þrautin þyngri að komast inní myntbandalagið.

USA dollarinn er fjarlægur kostur. Ég efa það að  seðlabanki Bandaríkjanna hafi nokkurn áhuga á því að stunda seðlaprentun og vera bakhjarl okkar. Ekki vildu þeir gera við okkur gjaldeyrisskiptasamning blessaðir.

Þá eru eftir myntir einstakra ríkja t.d. svissneski frankinn, japanska jenið eða norska krónan. Af þessum möguleikum er norska krónan hentugust. Sveiflur hennar eru tengdar verði á orku og matvælaum s.s. fiski. Þá eru norðmenn þekktir fyrir aðhaldssemi og því væri okkur hollt að kynnast þannig vinnubrögðum nánar en af afspurn, eins og reyndin hefur verið hjá okkur til þessa.

Það sem við þurfum að gera, er að semja við norðmenn um að fá að nota krónuna þeirra. Við leggjum niður seðlabankann okkar en fáum einn fulltrúa í stjórn seðlabanka Noregs.  Síðan væri tilvalið fyrir Færeyjar og Grænland að ganga inn í þetta myntbandalag norðursins.


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband