Jóka í tómu tjóni.

Eins og ég hefi fyrr minnst á þá, er Jóhanna búin að klúðra sínu helsta baráttumáli í ríkisstjórn "big time". Davíð fer ekki, enda ber honum engin skylda til þess.

Þegar embættismaður er rekinn þá er ekki nóg að segja: Farðu, ég vil ekki hafa þig...Það þarf að fara eftir réttum leiðum og lögformlegum.  Hann þarf að hafa brotið af sér í starfi og það þarf að vera búið að birta honum áminningu og hann þarf að fá að nota sinn andmælarétt og s.frv. Það er nebblega stórmál að reka seðlabankastjóra sem ekki hefur verið uppvís að broti í starfi.

Eins og Jóka reyndi að gera þetta, þá eru þetta bara pólitískar hreinsanir og ekkert annað. Mér þykir bara verst að Ingimundur skildi lúffa fyrir þess hótunarbréfi. Og það að senda bréfið heim til Davíðs en ekki á skrifstofu hans í bankanum er bara heimska á lokastigi. Hún vissi mætavel að hann var erlendis og myndi ekki koma heim fyrr en á fimmtudaginn. Fyrst það lá svona mikið á að birta honum þetta bréf, var þá ekki hægt að koma því til London og í hendurnar á honum þar?  Síðan þegar Davíð fréttir af bréfinu er það vegna þess að það er búið að gera innihald þess opinbert í fjölmiðlum, ÁN ÞESS AÐ SÁ SEM Á AÐ SVARA ÞVÍ SÉ BÚINN AÐ FÁ BRÉFIÐ Í HENDUR!!.  Heldur þessi ríkisstjórn að það sé bara hægt að kasta öllum réttindum ríkisstarfsmanna út um gluggann bara af því að þeir eru seðlabankastjórar og fyrir einhverjum lögum sem kannski verða sett seinna??

Svo þykir mér það vera að koma æ betur í ljós að Davíð hefur unnið fyrir kaupinu sínu í Seðlabankanum. Var það ekki hann sem setti Nonna litla stólinn fyrir dyrnar, þegar Glitnir vildi fá fullt af gjaldeyri til að halda áfram með sín vonlausu píramídakeðjubréf. Það var eins gott að það var ekki hlaupið út með tugi eða hundruð milljarða af allt of litlum gjafeyrisforða okkar. Þeir aurar hefðu án efa horfið eins og dögg fyrir sólu og ekki verið séns að ná nokkru til baka. Það er búið að koma svo berlega í ljós undanfarnar vikur að það voru mest gervieignir og uppskrúfuð veð sem var hryggjarstykkið í eignum bankanna.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að þá hefði verið rétt að skipta út Seðlabankastjórn og stjórn FME strax í október. Það hefði átt að skipa nokkurskonar almannavarnanefnd eða herráð á efnahagssviðinu og ganga af krafti í málin. Þetta voru jú efnahagslegar hamfarir sem yfir okkur gengu. En stjórnin tók annan pól í hæðina og ákvað að vinna málin hægt en örugglega og fékk því á sig gagnrýni fyrir að gera lítið sem ekkert. Það er ekki nándar nærri eins mikilvægt að skipta um stjórn í Seðló núna. Það eru flestir sem við þurfum að hafa gott af erlendis búnir að sætta sig við hvernig hefur verið tekið á málunum hjá okkur.

Ég vil að lokum benda á viðtalið við Vilhjálm Bjarnason í Mogganum í dag. Það segir hann að það sé ekki þjóðinni sæmandi að reyna að finna í Davíð Oddsyni blóraböggulinn fyrir bankahruninu. 


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er þá ástæðan fyrir því að hinir seðlabankastjórarnir hafa sagt starfi sínu lausu, en ekki Davíð? Er einhver munur á þeim og Davíð, að þínu mati? Er Davíð ósnertanlegur (fyrst hann svarar með þessum hætti)?

Elvar (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:44

2 identicon

Heyr,heyr.  Sammála pistli

Baldur (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 00:00

3 identicon

Góður pistill. Meginmálið er það Elvar að Davíði ber engin skylda til að fara, það eru ákveðnar stjórnsýslureglur við lýði hér sem eiga að tryggja réttláta og skýra stjórnsýslu.  Seðlabankinn á ennfremur að vera laus við alla pólitík til að geta tekið erfiðar ákvarðanir.  Nú verður sennilega báðum þessum meginreglum breytt í einhverju vinsælda plotti vinstri flokkanna.  Mjög leitt.

Blahh (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 01:22

4 identicon

Mér finnst mjög leitt að þjóðin er komin í 2000 milljarða skuld útaf þessu bankarugli. Það eru 2.000.000.000 kr..þó hef ég heyrt tölur sem eru hærri. Og rúmlega 13.000 manns eru núna atvinnulaus. Þessir "sérfræðingar" í Seðlabankanum eiga að vera vinna fyrir þjóðina en það hafa þeir ekki gert. Og til að nudda salt í sár þjóðarinnar sýna tveir af þremur bankastjórunum þjóðinni allri fádæma óvirðingu og valdhroka. Það er ekkert óeðlilegt við að axla ábyrgð. Það er gert allstaðar annarstaðar á vesturlöndum. Engin furða þótt við séum orðin aðhlátursefni erlendis. "Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og hefur með höndum margþætta starfsemi í þeim tilgangi. Meginmarkmiðið með stjórn peningamála er stöðugleiki í verðlagsmálum". Þetta er tekið af sedlabanki.is...reynið nú að halda fram að bankinn þurfi ekki að axla ábyrgð á þjóðargjaldþroti.

Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 07:05

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Elvar: Það er bara Ingimundur sem hefur sagt sig frá starfi. Davíð og Eiríkur sitja ennþá og þastæða þess að Ingimundur sagði starfi sínu lausu er sú, að honum ofbauð þessi pólitíska aðför að sjálfstæði Seðlabankans...

Ólafur Jóhannsson, 9.2.2009 kl. 12:28

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Magnús: Ég segi nú sjálfur, ef þú hefur lesið pistillinn hér fyrir ofan, að ég vildi að það yrði skipt um yfirstjórnir í Seðló og FME strax í október. En fyrst það var ekki gert þá þarf að beita öðrum aðferðum.

Og það er þar sem klúðrið byrjar hjá Jóku.

Það er það sem ég er að gagnrýna, og benda á að það verður að fara eftir þeim reglum sem gilda um starfrslok Seðlabankastjórnar...

Ólafur Jóhannsson, 9.2.2009 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband