Er það svona sem alið er á útlendingahatri???

Ég var að lesa bloggsíðu framkvæmdastjóra alþjóðahússins og það sem ég sá þar kom mér til að hugsa:  Er það virkilega satt að þessi menntaði maður trú því að það auki útlendingahatur, að það hafi verið tilgreint að það voru eingöngu pólverjar sem hafa verið gripnir við veiðiþjófnað undanfarið. Hann er með þessum orðum sínum að gera nákvæmlega það sem hann vill að aðrir varist.  Þ.e. að dæma heilu þjóðirnar út frá örfáum einstaklingum. M.ö.o hann vill meina það að íslendingar upp til hópa muni fara að agnúast út í alla pólverja sem þeir sjá út af því að það voru pólverjar að stelast í ár.  Hversu vitlaus heldur maðurinn að fólk sé eiginlega.  Er það virkilega trú þessa manns að það fari einhver að bögga pólsku fiskverkakonuna á næsta borði í HB Granda, út af því að það eru til afbrotamenn í hópi pólverja á Íslandi.  Eg skil bara ekkert í alþjóðahúsinu að reka ekki upp ramakvein vegna þess að það eru svo margir litháar í fangelsum hérna fyrir dópsmygl. Það hlýtur að vera óvært fyrir heiðarlega litháá að búa hér.  Er ekki búið að dæma þá alla af dómstóli götunnar?

Þeir sem stjórna umræðunni um innflytjendur hérna,  stunda skoðanakúgun í stórum stíl. Allir sem ekki eru sammála þeim eru kallaðir útlendingahatarar og haldnir þjóðernishyggju. Það er að mínu viti skoðana og málfrelsi í þessu landi. Það er skemmst að minnast upphlaupsins sem varð þegar Frjálslyndir vildu fara sér hægt í  innflytjendamálum. Það var ekki rökvísinni fyrir að fara hjá andstæðingum Frjálslyndra heldur hrópað, rasistar, útlendingahatarar. Það er fólk þarna úti sem ættu að fara að sjá sóma sinn í því að hætta að dæma alla þjóðina sem útlendingahatara þó einstaka örviti geti ekki hamið sig.  Fólk er almennt skynsamara en svo að dæma allan skógin út frá einu visnuðu tré. Ímínum huga allavega, er fólk ekki fyrst og fremst pólverjar, litháar, grænlendingar eða sómalir heldur manneskjur.


mbl.is Framkvæmdastjóri Alþjóðahúss svarar bréfi formanns SVFR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

GJÖF MÍN TIL STANGAVEIÐIFÉLAGSINS Á BANNMERKI - TIL AÐ FORÐAST ÁGREINING OG ÁMÆLI UM RASISMA

Predikarinn leyfir sér að færa Stangaveiðifélaginu bannmerki það sem fylgir með þessu bloggi að gjöf. Þetta merki getur félagið sett upp hér og þar um veiðisvæði sitt. Þetta merki verður að teljast að muni skiljast á öllum tungumálum.

Bannað að veiða

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.7.2007 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband