Ánægjuleg frétt.

Það er alltaf gaman þegar fjölmiðlar segja frá einhverju jákvæðu og skemmtilegu.  Það var ekki vanþörf á að sýna okkur hjólafólkið í réttara og jákvæðara ljósi en gert var um daginn, þegar allir vélhjólaökumenn landsins voru úthrópaðir ökuníðingar og glæpamenn.  Það er nefnilega ótrúlegt hvað almenningsálitið er fljótt að sveiflast þegar mótorhjól eru annars vegar.

"Skutlumamman" er að mörgu leiti hinn dæmigerði mótorhjólamaður,  þ.e. það eru miklu fleiri sem vilja bara krúsa um í rólegheitunum og berast með umferðarhraðanum, heldur en þeir sem stunda hraðakstur  og stórsvig í umferðinni.  Það er kannski ekki nema von að margur ökumaðurinn verði ekki var við hjólafólkið nema þegar þegar þeir örfáu sem aka eins og vitleysingar koma í námunda við þá.  Það fer nefnilega ekki mikið fyrir stöku mótorhjóli innan um alla bílana. Því er það ekki að ástæðulausu sem Sniglarnir efna til viðburða til að minna á okkur í umferðinni.

Ég sá líka frétt á rúv í kvöld um stóraukna ásókn í mótorhjólapróf og er það hið besta mál. Því fleiri sem gerast hjólaökumenn, þeim mun meiri líkur á að fólk muni eftir okkur í umferðinni.


mbl.is „Konur eru fyrirmyndar bifhjólaökumenn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: argur

Sorglegt að sjá bifhjólamann kalla félaga sína vitleysinga. Ekki skrýtið að ekki náist samstaða í hópnum.

argur, 21.7.2007 kl. 02:28

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Eg sagði að þeir ækju eins og vitleysingjar en ekki að þeir væru vitleysingjar, það er munur á. Eins og allir vita þá er það lítill en hávær hópur mótorhjólafólks sem kemur óorði á allan hópinn með hraðakstri. En svo er líka annar hópur hjólafólks sem fordæmir þennan hóp og vill ekkert við þetta fólk tala, reka það úr samtökum okkar (Sniglunum) og finnst það sjálft vera búið að hvítþvo sig í leiðinni. Hvorutveggja er að mínu mati afar slæmt fyrir samstöðuna og ekki sniðugt.  Það þarf að ná til hraðafíklana og reyna að tala þá til en ekki útskúfa þeim.

Ólafur Jóhannsson, 21.7.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband