Af eðli katta.

Mikið er þetta nú áhugavert og skemmtilegt að lesa, köttur sem spáir dauða!!!  Það vantar að vísu töluvert af upplýsingum í greinina, en það að New England Journal of Medicine skuli fjalla um þetta er vissulega vísbending um að eitthvað sé til í þessu. 

Vísindamenn eru mjög lengi búnir að reyna að skilja af hverju kettir hegða sér eins og þeir gera t.d. af hverju kettir hegða sér allt öðru vísi innan um fólk heldur en þegar þeir eru einir.  Þegar einhverjir atferlisfræðingar voru búnir að finna út einhverja reglu í hegðunarmunstri kattarins, þá hegðaði kötturinn sér alveg þvert á kenningarnar og því er niðurstaða vísindanna er sú að kettir séu óútreiknanlegir.

Það leiðir hugann að annarri dýrategund sem er líka alveg óútreiknanleg og raunar óskiljanleg  okkur mönnunum, en það er konan.  Það segja okkur lífsspekingar að þær séu svona óskiljanlegar okkur karlkyninu vegna þess að þær stjórnist mun meira af tilfinningum heldur en við þursarnir, sem látum mest línulega rökhugsun ráða gerðum okkar. 

Það hefur því orðið niðurstaða mín, eftir áralanga sambúð við ketti bæði marga og mismunandi, að kettir hafi háþróaða tilfinningagreind, og því séu þeir svona óskiljanlegir hinni köldu rökhyggju vísindanna.  Það eru svo mörg dæmi sem ég hef séð um að kettir skynji ef einhverjum líður illa á heimilinu, er lasin eða á bömmer, að það kemur mér ekkert á óvart að kötturinn Óskar skuli finna á sér hvenær lífsneistinn er að fjara út hjá gamla fólkinu.

Því vil ég biðja alla þá sem þetta lesa, að vera góða við blessaða kettina, því aðgát skal höfð í nærveru sálar.


mbl.is Kötturinn með ljáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband