17.9.2007 | 18:38
Mark Twain sagði...
Lék 18 holur á 56 höggum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 11:01
Þetta er allt hið besta mál.
Það að Eiður sé á bekknum er mun betri fréttir heldur en búast hefði mátt við eftir þær yfirlýsingar sem bloggarar voru búnir að hafa uppi um framtíð Eiðs hjá Barcelona. Það að hann sé á bekknum sýnir að honum er treyst, þó svo að hann nýstaðinn upp úr meiðslum OG það sé búið að kaupa Henry OG ungu strákarnir séu búnir að standa sig vel á undirbúningstímabilinu OG einhver stjóri hjá Braca sé búinn að lýsa því yfir að hann megi alveg fara eitthvað annað.
Þetta með sæti í liðinu snýst nefnilega um fleira heldur en frammistöðu í einstaka leik. Ef Eiður leggur sig fram á æfingum, sýnir það að hann sé tilbúinn að berjast 100% fyrir liðið og lætur ekki tímabundið mótlæti buga sig þá er hann að senda þau skilaboð að hann sé traustsins verður. Um hæfileikana þarf ekki að fjölyrða, þó hann sé ekki eins knattlipur og sumir félagar hans í liðinu þá hefur hann aðra kosti sem vega þar á móti.
Eg hef trú á því að fljótlega fari hann að koma inná, og sýna öllum sem voru búnir að afskrifa hann að þeir höfðu rangt fyrir sér
Eiður á bekknum allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 10:09
Ekki nauðsynlegt að flytja..
Húsið Lækjargata 4 gegnir mikilvægu hlutverki á Árbæjarsafni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2007 | 00:36
Það er kominn tími til að loka þessari skattsvikastarfsemi.
Ekki skil ég langlundargeð tollstjórans að láta það óátalið að skipulögð undanskot á virðisaukaskatti skuli vera liðin í húsnæði tollstjóraembættisins eins og viðgengist hefur í Kolaportinu. Þegar þetta byrjaði þá var hugmyndin að lofa almenningi að selja kompudótið sitt en undanfarin ár hefur þarna verið rekin smásöluverslun með t.d. austurlenskar vörur og þar hef ég, og fleiri sem ég hef talað við, orðið var við að ekki hefur verið mikið verið að slá inni í sjóðsvélar þegar sala fer fram og þ.a.l. ekki verið greiddur Vsk. af sölunni eða farið eftir reglum um bókhald.
Það er því mál til komið að þessari starfsemi verður lokað og þó fyrr hefði verið..
Safna undirskriftum gegn breytingu á Kolaportinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2007 | 00:29
Fastgengisstefna eða markaðsgengi.
Það að taka upp Evru er í raun að taka upp fastgengisstefnu, þ.e. við gætum nú þegar fest gengi Krónunnar við gengi Evru. Þá er nátturlega komin miklu meiri stöðugleiki á gengi gjaldmiðilsins, en hins vegar er allsendis óvíst að hinn alþjóðlegi fjármálaheimur tæki slíka skráningu trúanlega eða við gætum sannfært umheiminn að okkur sé alvara. Það skiptir nefnilega gríðarlegu máli að fjármálastefna okkar sé tekin trúanleg. Það ætti að vera mönnum í fersku minni er Danskurinn kjaftaði niður gengi krónunnar í vetur. Meðan við göngum ekki í Evrópusambandið er ekki fræðilegur möguleiki á því að við fáum aðild að myntbandalagi ES og því er allt tal um upptöku Evru út í bláinn.
Það sem við gætum get til að laga aðeins til hjá okkur í peningamálum er að afnema verðtrygginguna. Meðan hún er við lýði þá er mun erfiðara fyrir seðlabankann að halda aftur af verðbólgunni því útlánastofnunum er nokk sama þó að hér sé slattans verðbólga. Bankarnir eru með sín útlán á þurru því ef að verðbólgan hækkar fá þeir það bætt um leið með verðtryggingunni. Ef hins vegar þeir þyrftu að reiða sig á fasta vexti þá myndu þeir óttast verðbólguna eins og pestina því hún myndi éta upp gróða þeirra af útlánastarfsemi. Ef bankarnir ætluðu þá að tryggja sig með nógu háum föstum vöxtum þá væru þeir í raun að gera það sama og seðlabankinn er að gera með hækkun stýrivaxta og það myndi að sjálfsögðu draga úr útlánum og slá á þenslu.
Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2007 | 00:02
Hún ætti að líta sér sér nær.
Það ættu að vera hæg heimatökin hjá kerlingarálftinni, ef hún vill vera að skamma einhvern á annað borð, að lesa karlhrossinu honum Georgi W. pistilinn. Af nógu er að taka.
Þó svo að stjórnvöldin í Myanmar séu hinir örgustu harðstjórar og að flestu leiti leiðinda- og skítapakk, þá komast þau ekki í hálfkvisti í mannsmorðum við afrek Bush á því sviði. Það er í raun ótrúlegt hvað Georg og félagar gátu komið málum í hroðalegan hnút í Írak, með þeim afleiðingum að nú geisar það borgarastyrjöld með afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á.
Það er kannski auðvelt að segja að það sé hægt að vera vitur eftirá, en það var nú búið að lýsa því nákvæmlega hvernig mál myndu þróast í Írak, áður en innrásin var gerð. Og það var engin hernaðarsérfræðingur eða stjórnmálarýnir sem gerði það í mín eyru, heldur vinnufélagi minn sem síðustu dagana fyrir innrás, lýsti atburðarásinni með óhugalegri nákvæmni fyrir okkur vinnufélögunum. Það er undarlegt að trésmiður uppá Íslandi skyldi sjá þetta fyrir en ekki þeir Rumsfeld og Rowe. Það segir kannski eitthvað um gáfnafarið í Hvíta húsinu að Colin Powell var búinn að láta vinna nákvæma áætlun um hvernig skyldi fara að við endurreisn Íraks, en að sjálfsögðu hlustaði fíflið hann Bush ekki á það.
Ég veit að maður á ekki að vera níða fjarstadda menn, en ég get samt ekki setið á mér að segja að Georg W. Bush er fífl og fáráður.
Laura Bush skammar stjórnina í Myanmar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 00:41
Skoðanakúgun í Austurríki.
Á tímum þriðja ríkisins var það illa liðið að fólk væri að flíka skoðunum sem ekki voru valdhöfunum þóknanlegar. Fyrir það var fólk fangelsað eða jafnvel eitthvað þaðan af verra. Þessi framkoma er nú til dags fordæmd af okkur vesturlandabúum og sögð lýsandi dæmi um einræði og kúgun. Það er sannarlega gott að tjáningarfrelsið er í hávegum haft hér á vesturlöndum. Eða hvað....
Það er bannað að gefa út Mein Kampf í Þýskalandi og Austurríki og þar er einnig bannað að hafa uppi nasískan áróður og heilsa með Rómarkveðjunni. Brot á þessum lögum geta varðað sektum eða fangelsisvist... Eins og hjá nasistunum eru ákveðnar skoðanir bannaðar. Þrátt fyrir allt tal um tjáningarfrelsi...
Nasismi og þær kenningar sem hann byggir á eru svo heimskulegar og ópraktískar að þeir sem fylgja slíkum kenningum eru sjálfkrafa dæmdir úr leik í allri vitrænni umræðu. Þeir sem boða nasisma sem einhverja lausn í nútíma samfélagi eru að auglýsa eigin heimsku og eru vart svara verðir. En mér finnst samt að ef einhver er svo vitlaus að trúa nasistabullinu þá hafi hann rétt til þess að tjá sig um það. Það er ekki þar með sagt að ég þurfi að vera samþykkur þeim skoðunum eða bera virðingu fyrir þeim á einhvern hátt. Ég hef að sjálfsögðu þann sama rétt til að andmæla viðkomandi, færa rök máli mínu til stuðnings og hrekja þetta kjaftæði.
Þetta er það sem mér finnst að stjórnvöld í þessum löndum ættu að gera, eyða vanþekkingu með fræðslu og sýna almenningi hve heimskulegur nasisminn er. Það ætti t.d. að hafa það sem skylduefni í skólum að kynna ungu fólki Mein Kampf svo það sjái með eigin augum bullið í Adólfi heitnum. Því eins og Megas sagði: Til þess eru vítin að vita þau til þess að geta varast þau. Það er mun hreinlegra fyrir stjórnvöld í Þýskalandi og Austurríki að horfast í augu við fortíðina og hætta að banna fólki að hafa skoðanir.
Nasistaáróður á netinu rannsakaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 13:06
Aðlögun að gróðurhúsaáhrifunum.
Alltaf er nú hægt að dáðst að aðlögunarhæfni mannsins. Nú þegar hitastig á norðurhveli fer ört hækkandi þá eru breskir bændur ekki lengi að aðlagast aðstæðunum. Út með sauðina, enda þola þeir illa hitabeltisloftslag, og hefja í staðin ræktun á bufflum. Vegna hinnar miklu úrkomu í Englandi í sumar, koma aðeins vatnabufflar til greina.
Allgjör snilld.
Næst gætu þeir hafið ræktun á vatnselgum.
Óku á vatnabuffal á Englandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2007 | 19:52
Samráð er góð skemmtun ...
...sérstaklega hjá stóru olíufélögunum 3. Enn einu sinn koma þau fram við neytendur af fullkomnu virðingarleysi og dónaskap. Og það sem verra er, það eru allt of margir sem halda áfram að versla við þessa rudda og styðja þar með áframhaldandi yfirgang og óvirðingu.
Ég vil bara skora á alla að hætta að versla við Olís, N1 og Skeljung. Það er aðeins Atlantsolía sem ekki hefur verið uppvís að ólöglegu samráði og því er hægt að versla við þá með þokkalegri samvisku. Og látið ekki glepjast, Orkan, Ego og ÓB eru hluti af Mafíugenginu og það sýnir náttúrlega innrætið, að það er látið lita svo út að þær stöðvar séu í samkeppni við stóru félögin. En svo er auðvitað ekki, það er sami rassinn undir þeim öllum.
Þið sem búið út á landi og verðið að versla við þessa svíðinga, þá er hægt að sleppa því að versla allt annað sem þeir eru með í þessum okurholum sínum, s.s. mjólk, kattamat eða dónablöð. Það myndi koma verulega við kaunin á þeim.
Það er sjaldgæft að neytendum bjóðist svona tækifæri og hafi svona skýra valkosti til að sýna samstöðu og refsa þeim sem eiga það skilið. Stjórnendur félaganna sluppu við dóm vegna þess að það var mat dómstólanna að það væru félögin sjálf sem væru sek en ekki stjórnendur þeirra. Þetta er því eina leiðin til að refsa þeim. Stöndum saman!!!
Olíufélögin lækka eldsneytisverð á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 18:43
Samsæriskenningar eru góð skemmtun.
Birkhead og Stern samkynhneigðir svikarar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)