Ein lítil tillaga í kreppunni.

Ég geri það hér með að tillögu minni að frá 1. febrúar til 1. desember ár hvert, verði öllum bátum undir ákveðinni stærð og með hámark 2 í áhöfn, leyfðar ótakmarkaðar handfæraveiðar innan við 4 mílur frá landi. Veiðar þessar verði utan kvóta og þeim bátum sem þær stunda verði ekki leyft að veiða utan 4 mílna.

Það er nefnilega bjargföst vissa mín, að ekki sé hægt að ofveiða fisk með handfærum og að sá afli sem þannig fengist sé ekki meiri en svo að hann falli vel innan skekkjumarka Hafró. Þetta myndi hins vegar gefa mörgu sjávarplássinu aftur von um að hægt sé að lifa af hafsins gæðum, og auka nýliðun í stétt sjómanna og einnig útgerðarmanna, sem nú gætu komið undir sig fótunum án þess að stofna til skulda upp á hundruðir milljóna.

 


mbl.is „Góð áhrif á huga og sál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvótakerfid er glaepur.  Heimskir kjósendur framsóknarflokksins og sjálfstaedisflokksins leyfdu spiltum sérhyggjubjálfum ad raena audlindinni.  Nú er kominn tími til thess ad hrifsa til baka thessa sameign thjódarinnar.

Mesti drulluhali íslandssögunar er Halldór Àsgrímsson.

Felunafn (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband