Til upplýsingar

Áletrunin sem myndin er af er ekki sú upprunalega og vart meira en rúmlega árs gömul. Áður stóð þarna FLATUS LIFIR ENN og var rituð á austurenda veggjarins. Stafir voru stærri og formfastari en í núverandi mynd. Svo var það síðla vetrar 2008 að einhverjir ósvífnir kaupahéðnar gerðust svo dólgslegir að setja auglýsingarskilti yfir hluta veggjalistarinnar, svo að eftir stóð: FLATUS LIFIR E. Síðan héldu prangararnir áfram með fólskuverkið og huldu áletrunina alveg með skiltum. Það er því lofsvert að einhverjir framtaksamir aðilar hafi gefið Flatusi framhaldslíf í núverandi áletrun.

FLATUS LIFI AÐ EILÍFU.


mbl.is Flatus lifir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"ENN" var bætt við fyrir nokkrum árum þegar einhver kom með rauða málningu og skerpti á krotinu sem var farið að dofna ansi mikið.

nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 15:50

2 identicon

Það stóð einning á pylsuvagni sem staddur var í göngugötu Akureyrar að Flatur lifir enn, og í hvert einasta skipti sem ég rölti þar framhjá eða keyri til Rvk framhjá þessum vegg þá velti ég því fyrir mér hvað er hver þessi Flatur hafi verið.

Jósep (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:16

3 identicon

afsakið Flatus*

- (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband