Munið þið eftir Smáralindarbæklingnum?

Þar var unglingsstúlka, siðsamlega klædd á nútímamælikvarða, úthrópuð sem holdgervingur klámvæðingar og sögð vera í "þekktri stellingu úr klámmyndum". (Stúlkugreyið beygði sig fram með krosslagða fætur)!! Nú sýnist mér það sama vera á ferðinni.

Fyrir það fyrsta þá er konan á myndinni ekki fáklædd.

Í öðru lagi er verið að nota myndlíkingu sem er svo auðþekkt og svo ofnotuð að það ætti reyndar fyrir löngu að vera hætt að nota þetta minni, þ.e. að það þurfi að hjúkra bílum vel svo að þeir endist betur og séu öruggari.

Það má með góðum vilja vera sammála Elsu í því að þarna sé verið að nota hjúkrunarfræðings ímyndina á vafasaman hátt, enda er þessi notkun gamaldags og dálítið hallærisleg.  En að finna eitthvað klámfengið við þessa framsetningu er mér lífsins ómögulegt. Ég hef greinilega ekki sama þankagang þegar kemur að búningum hjúkrunarfæðinga og Elsa B. Friðfinnsdóttir...


mbl.is Ósátt við auglýsingabækling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég man sko eftir Stóra Smáralindarbæklingsmálinu. Hef veirð í hugrænni atferlismeðferð allar götur síðan það mikla mál kom upp til að reyna að gleyma því en allt kemur fyrir ekki.

Þessar elskur.

Borat (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 20:43

2 identicon

hún var ekki með krosslagða fætur - stellingunni er betur lýst sem þekktri stellingu úr klámi. Ég er að horfa á forsíðuna hérna.

BB (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:27

3 Smámynd: Björn Jónsson

Eru kannski til klámfengnir LJÓSASTAURAR ??????? Sumir sjá klám allstaðar.

Björn Jónsson, 4.6.2009 kl. 21:53

4 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Guð ég man sko eftir honum og þeim Lúkas sem kom í kjölfarið.

Jóhannes H. Laxdal, 4.6.2009 kl. 22:17

5 identicon

Öfgar feminista á Íslandi eiga sér engin takmörk, þær eru heiðvirðum konum til skammar.  Ekkert klám í þessu frekar en Smáralindarmálinu, fólk á ekki að hlusta á þessar kvartanir, hundsa þetta enda afar fíflalegt

Baldur (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:43

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Afsakið þetta með krosslögðu fæturna... Mitt misminni...

Ólafur Jóhannsson, 4.6.2009 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband