Ofríki og frekja.

Þetta upphlaup allt sýnir okkur hve mikilvægt það er að skilja að löggjafar- og framkvæmdavaldið. Nú hélt ég að þeir sem hafa gagnrýnt fyrri ríkisstjórn hvað mest fyrir að nota þingið sem stimpilpúða fyrir ríkistjórnarfrumvörp, myndu ekki hegða sér eins og Jóhanna gerði í gær. En það er öðru nær. Það var virkilega ömurlegt að horfa upp á ríkisstjórnargengið missa sig gjörsamlega þegar einn af þingmönnum Framsóknar dirfðist að fylgja eftir stjórnaskrárbundinni skyldu sinni og láta samviskuna ráða í störfum sínum á Alþingi. Það  var rokið upp og byrjað að ætla Höskuldi allskyns annarlegar hvatir og þær helstar að hann sé þarna að verja Davíð Oddsson. Það hefur nú hingað til ekki vafist fyrir Davíð að verja sig sjálfur...

Það er tvennt sem ég vil benda á. Í fyrsta lagi þekki ég Höskuld af því einu að vera vandaður maður sem ekki lætur hlaupa með sig í vitleysu. Og í öðru lagi; að seðlabankafrumvarpið á ekki, og má ekki snúast um Davíð Oddsson. Það á að snúast um að hér sé skilvirkur og vandaður seðlabanki skipaður stjórnendum sem vinni störf sín af fagmennsku og ábyrgð. Ef Höskuldi finnst hann þurfa að lesa skýrslu ESB um skipan seðlabanka, þá ber að hrósa honum fyrir að vanda sig í vinnunni, en ekki ráðast á hann með ósvífni og frekju...


mbl.is Höskuldur í háskaför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband