Þetta voru dýrar bréfaskriftir.

Páll Skúlason heimspekingur og fv. Háskólarektor, er enginn venjulegur álitsgjafi sem kallað er á í tíma og ótíma til að gaspra um hin ólíkustu mál. Hann hefur hingað til verið þekktur af öðru en að gaspra og fara með fleipur. Það vakti því verulega athygli þegar hann sagði eitthvað á þá leið í viðtali á dögunum, að landráð væru landráð, jafnvel þó að þau væru framin af vangá.

Nú er það staðfest í bréfi Viðskiptaráðuneytisins til Bretana, að þar var verið að lofa meiru heldur en hægt er að standa við. Það vekur óneitanlega hjá manni þá hugsun, að það hafi enginn látið svo lítið að reikna út hvaða upphæðir væru um að ræða þegar þetta loforð var sent til Bretlands. Það var bara lofað upp í hina stórustu ermi í heimi. En, með þessu loforði var Viðskiptaráðherra að lofa því að setja þjóðina lóðbeint á höfuðið.

Ef þetta eru ekki landráð þá heiti ég Jósefína...


mbl.is Lofuðu stuðningi ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Já Jósefína, þetta voru landráð:)

En við getum huggað okkur við það að ráðherrar hafa ekkert leyfi til að skuldsetja þjóðina. Samkvæmt stjórnarskrá þá þarf leyfi Alþingis til þess. Þessi yfirlýsing hans var því í raun marklaus.

Aðalsteinn Bjarnason, 4.2.2009 kl. 17:51

2 identicon

Vanhæfur landráðamaður!

Þessir menn eru að keyra landið í glötun. Þeir ættu að skammast sín... með sínar 700 þúsund krónr á mánuði!

Einar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 17:57

3 identicon

Þetta bréf breytti engu. Þingheimur allur tók þátt í innleiða tilskipunina sem kvað á um lágmarksupphæð innstæðutrygginga einstaklinga og þau lög standa. Enda eru þessi bréf frá viðskiptaráðuneyti efnislega nákvæmlega eins og skrifleg yfirlýsing frá forsætisráðherra 8. október: „Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.“ [http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3038].

Hér tekur forsætisráðherra af öll tvímæli með að túlkunin um að ábyrgðir takmarkist við eignir sjóðsins stenst engan veginn. Þessu til viðbótar kemur að 11. október undirrituðu stjórnvöld samkomulag við Hollendinga við ábyrgðanna á Icesave og í tilkynningu forsætisráðuneytisins á því segir orðrétt:  „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur“. [http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3047].

Loks er það alveg ljóst í efnahagsáætluninni og viljayfirlýsingunni til IMF sem unnin var í október og endanlega undirrituð 3. nóvember af fjármálaráðherra og Seðlabankastjóra er gert ráð fyrir fjármögnun þessara skuldbindinga í samræmi við tilskipun ESB. Í skýringum við áætlunina á vef forsætisráðuneytisins segir m.a. orðrétt: „Í lið 12 er því einnig gert ráð fyrir að inni í áætlaðri lánsfjárþörf ríkisins vegna bankakreppunnar séu lán til að mæta erlendum kostnaði við innstæðutryggingar í samræmi við ákvæði EES samningsins.“

Í nóvember var svo gert formlegt samkomulag á þessum nótum og á þeim grundvelli er verið að semja. Heldur fólk að það sé tilviljun að ENGIN af okkar helstu vina- og frændþjóðum var til í að styðja síðbúna, fráleita og langsótta lagatúlkun. Í ljósi skýlausra skuldbindinga myndi það stappa nærri landráðum að gera þjóðina endanlega ærulausa með því að standa ekki við þjóðréttarlegar skuldbindingar gagnvart einstaklingum, gamlingjum og góðgerðafélögum í Evrópu.

Arnar (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband