28.1.2009 | 21:11
Nokkrar sennilegar ástæður fyrir notkun lögreglu á piparúða.
Þjálfun lögreglumann er dýr, því er nauðsynlegt að nota þjálfun þeirra svo hún fari ekki til spillis. Svo er piparúðinn líka dýr og er alveg að vera kominn fram yfir síðasta söludag. Á tímum aðhalds og sparnaðar væri synd að þurfa að fleygja ónotuðum piparúða. Og svo er Björn B. að hætta sem dóms og hermálaráðherra og ég veit að það gleður karlinn alveg ósegjanlega að sjá hvað hann er búinn að vinna vel að framgangi lögreglumála í landinu. Og að lokum langlíklegasta skýringin og sjálfsagt sú eina rétta: Það eru alltaf einhverjir andsk.... örvitar sem skemma góð mótmæli með skrílslátum og hálfvitahætti.
Og þá er ég ekki bara að tala um lögguna...
Kveðja;
Lögregla beitti piparúða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála.
TARA, 28.1.2009 kl. 21:18
Það var ekkert ofbeldi þarna, engin skemmdarverk, bara piparúði lögreglu. það mun ekki vera hægt að halda öðru fram, sannaðu til
kv
jón
Jón (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:19
Jón: Fyrst svo er þá hljóta einhverjar aðrar af ofangreindum skýringum mínum að gilda.
Ólafur Jóhannsson, 28.1.2009 kl. 21:26
Já, BB. Einfalt. En hann er að fara, þannig að :)
Jón (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 21:28
BB er að sýna hinum NATO-glæponunum hvað hann hefur rosalega góðan einkaher sem kann alveg á spraybrúsa og prik. Sem betur fer er þessi djöfull í mannsmynd að hverfa úr ríkisstjórninni.
corvus corax, 28.1.2009 kl. 22:08
Krummi: Þú ert orðljótur leiðindapési og mér þætti vænt um að þú gerðir annað af tvennu: Bættir orðfæri þitt eða skrifaðir ekki athugasemdir á bloggsíðu mína.
Kveðja;
Ólafur Jóhannsson, 28.1.2009 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.