23.1.2009 | 23:49
Einkalíf Harðar.
Fyrst Herði er það óskiljanlegt í dag hvers vegna forsetisráðherra kemur fram með formlega tilkynningu um endalok stjórmálaferils síns og ástæður þess, þá hefur hann gleymt einhverju síðan hann gaspraði fjálglega um kynhneigð sína og fleiri mál í Samúel í gamla daga. Þá fannst honum sjálfsagt að bera einkamál sín á torg, - þó svo að þau kæmu ekki nokkrum manni við og skiptu almenning í landinu engu máli...
Kveðja;
Huxi.
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held ég taki undir með þessari grein sjálfstæðismanns í Kópavoginum sem má lesa á eftirfarandi slóð : http://baldur.xd.is/
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.1.2009 kl. 23:53
Vel mælt. Ef Hörður vill vera sjálfum sér samkvæmur þá gengur hann fram fyrir skjöldu og biður Geir afsökunar strax. Í kjölfarið ætti hann að axla ábyrgð og segja af sér sem sjálfskipaður foringi þessa annars ágæta hóp mótmælenda. Hann kallar eftir ábyrgð ráðamanna - gildir ekki það sama um hann? það held ég, ef ekki þá er maðurinn ein stór ,,reykbomba".
Páll Jóhannesson, 24.1.2009 kl. 00:07
Ólíku saman að jafna. Hörður á sínum tíma kom fram fyrir skjöldu sem einstaklingur og viðurkenndi það sem á þeim tíma var tabú, og nýtti það sem vopn í baráttumálum samkynhneigðra.
hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 00:13
Maðurinn er dapur karakter, enginn leiðtogi og á þjóðin að horfa upp til manns sem engu skilar til samfélags. Hvað ætli hann hafi greitt hér i skatta sl 10 ár t.d? Hvað hefur hann þegið af ríkinu? Annars ætti ekki að vera mikið um mótmæli, kröfunum hefur verið mætt. Annars þá verður sumt af þessu liði að halda áfram að mótmæla enda hefur það ekkert annað að gera.
Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:20
Og fyrst hann notaði einkamál sín sem vopn í baráttu, þá heldur hann greinilega að að Geir Haarde sé svo lákúru- og ósmekklegur að gera slíkt hið sama og nota veikindi sín sem vopn í pólitískri baráttu. Þakka þér fyrir þessa ábendingu Hilmar. Hún útskýrir fyrir mér af hverju svona ósmekklegheit þrífast í höfðinu á Herði.
Hann er ómerkingur og froðuhani.
Kveðja;
Huxi.
Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 00:24
Ert eitthvað að misskilja mig held ég. Mér finnst þessi samanburður þinn ekki ganga alveg upp, í röklegu samhengi
hilmar jónsson, 24.1.2009 kl. 00:30
Ætla rétt að vona að fólk sem mætir á Austurvöll á morgun láti Hörð heyra það. Veit um nokkra sem höfðu hugsað sér að mæta og gjamma á þennan mann, ég bað þá um að eyða deginum í eitthvað annað. T.d horfa á FA Cup, fara í sund með börnin eða jafnvel vinna. Þetta lið sem ætlar að halda mótmælum uppi á morgun er með einhvern ótrúlegan athyglisbrest. Það eru að koma kosningar, eins og fólk vildi. Hvað vill það meira? Eru það ekki bara kommarnir, listamannaliðið, hipparnir og álíka sem heldur þessu til streitu? Þetta fólk vill stjórnleysi, sem þýðir að vont um versna.
Baldur (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:30
Hér logar hatur á öllu mannlegu.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:43
Ekki hata ég nokkurn mann. En froðusnakkar á sápukössum þykja mér sérlega hvimleið kvikindi.
Kveðja;
Huxi
Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 00:50
Það sem Hörður var að meina, held ég, er að Geir átti frekar upplýsa þjóðina um veikindi strax, sem sagt á þriðjudagin, t.d. þegar han kom í viðtal við sjónvarp.
Með að upplýsa þjóðina rétt fyrir laugardagsfundur hljómaði dóltið skritið, sérstaklega af því að hefur verið aðferð ríkistjórnarinnar síðan oktober að nóta föstudagskvöld t.d. til að koma með tillögum, tylkinningum (eins og tillaga sem kom í dag, að kosið verið í mai).
PS: Sjálfstæðisflokkur er í dag mest spillt flokkur á Íslandi, sérstaklega síðan 1992, og er út af þessu að Ísland er skuldsett fyrir 2.300 milljarðar króna í dagReynir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:13
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.