Umboðslausir ómerkingar.

Og hér er ég ekki að tala um ríkisstjórnina, heldur þennan ónefnda mótmælanda sem kemst svona smekklega að orði í fréttinni hér að ofan. Og að sjálfsögðu á þetta einnig við um Hörð Torfason, sem leyfir sér það að halda því fram að Geir sé að tilkynna um veikindi sín í pólitískum tilgangi. Og lætur svo að því liggja að þetta séu upplogin veikindi!!!

Hvernig í hárauðu helvítinu getur getur þetta hyski síðan komið gapandi í fjölmiðla og sagst vera "þjóðin". Ég er hluti af þessari þjóð og aldrei skal það verða minn fulltrúi. Aldrei. Ef þú, ónefndi mótmælandi, fengir nú slæmsku í kjaftagatið á þér, þá leyfi ég mér að fullyrða að Geir myndi  finna til samúðar með þér, þó að þú ættir hana alls ekki skylda fyrir skítlegt eðli þitt og rótarskap.

Hörður Torfa er að heimta að menn axli ábyrgð og segi af sér, út af hinum og þessum bommertum sem þeir eiga, að hans mati, sök á. Þegar hann svo kemur fram með svona rakalausan þvætting og dylgjur, þá verður ekki hjá því komist að manni bregði í brún. Menn hafa nú þurft að axla ábyrgð fyrir minni sakir en svona fimbulfamb. Þessi ummæli hans lýsa þvílíkum greindarskorti og fábjánahætti að hann getur aldrei orðið trúverðugur fulltrúi þjóðarinnar. Ekki það, að hann hafi nokkurn tíma verið trúverðugur. Í mínum huga byrjaði hann bara að gaspra niðrá Austurvelli til að auglýsa sjálfan sig og ævisöguna...  Og núna gerðist það óhjákvæmilega. Hann lenti í því núna eins og svo margir fábjánar, að tala það lengi að allir sáu endanlega hvílík andleg eyðimörk hann er, þegar kemur að því að ræða alvarlega hluti. Hann hefur nú frá haustdögum hvatt til niðurrifs og skemmdarverka á stjórn landsins og þeim lýðræðislegu leikreglum sem hér eru brúkaðar. En þegar kemur að því að segja til um hvað eigi að gera og hann er spurður hvort hann vilji ekki bjóða sig fram, þá er fátt um svör.  Nei, ég er listamaður og vinn ekki við neitt annað, var hið spaka svar gítargutlarans. Hann er svona eins og bjórvembillinn sem situr upp í stúku og kallar alla leikmennina inná vellinum fótalausa aumingja og dusilmenni. En þegar hann er spurður hvort hann vilji ekki bara taka við þjálfuninni á liðinu, þá ropar hann bara út í loftið...

Hörður Torfason. Axlaðu ábyrgð og láttu þig hverfa. Þú ert umboðslaus ómerkingur.

Kveðja;

Huxi.


mbl.is „Ekki farin að finna til með honum ennþá“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Friðriksson

Hann Hörður drullaði upp á bak í dag. Hann er ekki fulltrúi minn, þannig að ég er væntanlega ekki ein af röddum fólksins....

En það er tómt mál að tala um það að hann Hörður bakki úr sínu sjálfskipaða hlutverki sem Andófsmaður #1 á Íslandi, hann Á þetta embætti! Hann bjóð það til....

...axla ábyrgð orða sinna frekar en gjörða... það er svo... ó-íslenskt...

Magnús Þór Friðriksson, 23.1.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég er að komast á þá skoðun að Hörður Torfason sé sami úrræðalausi froðuhaninn og hver annar pólitíkus. Ég hafði reyndar enga sérstaka skoðun á honum fyrir, hvorki til lofs né lasts.

Kristbergur O Pétursson, 23.1.2009 kl. 22:46

3 identicon

Þvílíkur fábjáni þessi Hörður Torfason ekki vil ég vera þessi " þjóð " hans. Þessir fábjánar eru alltaf reiðir sama hvað gerist sjá aldrei neitt jákvætt ... Hann hefur örugglega verið reiður síðan í bernsku ekki bara núna. Og ekki bæta þessi ummæli hans í dag ..Maðurinn er með greindarvísitölu fyrir neðan 70. Hann ætti að bjarga þjóðinni , vera á fundum með erlendum aðilum og ná sáttum... HA  HA Sumu fólki er ekki viðbjargandi Alltaf reitt......

evasigríður (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:54

4 identicon

alveg sammála Evu Sigríði.

sindri (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:04

5 identicon

Ekki heyrði ég þessi orð Harðar Torfasonar, en það er víst greinilegt að ég verð að grafa þau upp. ;-)  Hann hlýtur að hafa verið að segja sína skoðun, sem öllum ætti nú að vera "frjálst í lýðræðisríki".

Mér finnst þessi texi þinn hér að ofan, segja mér eitthvað mikið meira um þig, en þann sem þú ritar um. ;-)

Það leysir ekki nokkurn vanda, hvorki "veikindi manna" né "vandamál heillar þjóðar" að vera með eitthvað sem margir kalla "skítkast".  Vitaskuld er það réttur þinn í "lýðræðisþjóðfélagi" og greinilega þín leið samkvæmt þessu.

bestu kveðjur ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 23:14

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Páll.

Ekki vil ég kalla það sem ég skrifað hér fyrir ofan skítkast. Ég færi oftast rök fyrir máli mínu og þar sem þau skortir tek ég yfirleitt fram að um mína persónulegu skoðun sé að ræða.

En ekki þar fyrir að margir hinna svokölluðu mótmælenda hefðu bara gott af smá skítkasti. Það var það sem þeir buðu lögreglunni uppá þegar hún reyndi að verja sameiginlegar eigur okkar fyrir skrílslátum og vandalisma...

Kveðja;

Huxi

Ólafur Jóhannsson, 23.1.2009 kl. 23:21

7 identicon

Sæll,

Eins og ég sagði, þá verður hver og einn að tjá sig eins og honum finnst "best" og á rétt á því.

Ég fór að kynna mér málið og bæði hlustaði og las textann á mbl.is

Ég hefði sagt að allir ættu að hlusta líka, mér finnst ekki samræmi í texta og hljóð.

.....ég er líka viss um að betra væri ef fleiri eyru hlustuðu en "bara mín tvö gömlu"

bestu kveðjur  ;-)

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 00:11

8 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

hvar er viðtalið að finna við Hörð Torfason? finn það ekki...

Kristbergur O Pétursson, 24.1.2009 kl. 00:17

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/23/haenuskref_i_retta_att/

Neðst í þessari frétt er hnappur þar sem hægt er að hlusta á viðtalið. Ekki sérlega smekkleg viðbrögð við því þegar forsætisráðherra þjóðarinnar tilkynnir endalok stjórnmálaferils síns og ástæður þess...

Kveðja;

Huxi

Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 00:37

10 identicon

Það sem Hörður var að meina, held ég, er að Geir átti frekar upplýsa þjóðina um veikindi strax, sem sagt á þriðjudagin, t.d. þegar han kom í viðtal við sjónvarp.

Með að upplýsa þjóðina rétt fyrir laugardagsfundur hljómaði dóltið skritið, sérstaklega af því að hefur verið aðferð ríkistjórnarinnar síðan oktober að nóta föstudagskvöld t.d. til að koma með tillögum, tylkinningum (eins og tillaga sem kom í dag, að kosið verið í mai).

PS:  Sjálfstæðisflokkur er í dag mest spillt flokkur á Íslandi, sérstaklega síðan 1992, og er út af þessu að Ísland er skuldsett fyrir 2.300 milljarðar króna í dag

reynir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:15

11 identicon

Ekki ætla ég að reyna að útskýra það sem Hörður sagði, enda fannst mér þau orð útskýra sig ágætlega sjálf... Líf okkar hinna, sem forsætisráðherra átti hlutdeild í að valda bæði erfiðleikum og þjáningum, hvorki stöðvast né fara batnandi, þrátt fyrir veikindi Geirs..

Raunar er maðurinn enn minna hæfur til að sinna embætti sínu, veikur ofan á allt saman! Hvers vegna í ósköpunum ætti það að hafa áhrif á hvort og hversu mikið við mótmælum, þegar maðurinn hefur enn ekkert sagt af sér??

Garðar (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband