Ekki nauðsynlegt að flytja..

..það er hægt að byggja nýtt hús í gömlum stíl. Það hefur ýmsa kosti að byggja nýtt s.s. eldvarnir, herbergjaskipan, lagnamál og þ.h. eru þá aðlagaðir nútímakröfum og þörfum þess er nýta mun húsið.  En það er mjög mikilvægt ef byggt er nýtt hús að það sé í útliti og frágangi öllum nákvæm endurgerð gamals húss en ekki bara í svokölluðum gömlum stíl, eins og viðbyggingarnar við hótelið á horni Aðalstrætis og Túngötu.  Það er að mínu áliti léleg brella og engum til sóma. Það er nóg til af góðum fyrirmyndum að gömlum húsum og hægt að velja um t.d. Sveitserstíl eða nýklassískan. Ég myndi samt telja að það færi best á því að það hús sem kæmi þarna yrði í hinum danska barokk stíl sem Menntaskólinn og Stjórnarráðið eru byggð í.  En það verður að gæta þess vel að arkitektaskrattarnir fari ekki að reyna að gera þessa byggingu að minnismerki um það hversu frumlegir þeir eru, -það er yfirleitt dæmt til að misheppnast.
mbl.is Húsið Lækjargata 4 gegnir mikilvægu hlutverki á Árbæjarsafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband