Fastgengisstefna eða markaðsgengi.

Það að taka upp Evru er í raun að taka upp fastgengisstefnu, þ.e. við gætum nú þegar fest gengi Krónunnar við gengi Evru.  Þá er nátturlega komin miklu meiri stöðugleiki á gengi gjaldmiðilsins, en hins vegar er allsendis óvíst að hinn alþjóðlegi fjármálaheimur tæki slíka skráningu trúanlega eða við gætum sannfært umheiminn að okkur sé alvara. Það skiptir nefnilega gríðarlegu máli að fjármálastefna okkar sé tekin trúanleg.  Það ætti að vera mönnum í fersku minni er Danskurinn kjaftaði niður gengi krónunnar í vetur. Meðan við göngum ekki í Evrópusambandið er ekki fræðilegur möguleiki á því að við fáum aðild að myntbandalagi ES og því er allt tal um upptöku Evru út í bláinn.

Það sem við gætum get til að laga aðeins til hjá okkur í peningamálum er að afnema verðtrygginguna.  Meðan hún er við lýði þá er mun erfiðara fyrir seðlabankann að halda aftur af verðbólgunni því útlánastofnunum er nokk sama þó að hér sé slattans verðbólga.  Bankarnir eru með sín útlán á þurru því ef að verðbólgan hækkar fá þeir það bætt um leið með verðtryggingunni. Ef hins vegar þeir þyrftu að reiða sig á fasta vexti þá myndu þeir óttast verðbólguna eins og pestina því hún myndi éta upp gróða þeirra af útlánastarfsemi.  Ef bankarnir ætluðu þá að tryggja sig með nógu háum föstum vöxtum þá væru þeir í raun að gera það sama og seðlabankinn er að gera með hækkun stýrivaxta og það myndi að sjálfsögðu draga úr útlánum og slá á þenslu.


mbl.is Ekkert sem kallar á gjaldmiðilsbreytingu nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband