Eyjar skulu í eyði...

Þá er það opinbert, Hr. Möller er búin að blása jarðgöngum endanlega út af kortinu. Kemur ekki á óvart, því hafi Sturla verið einþykkur í sinni vega og samgöngupólitík þá er Kristján hálfu þykkari.  Og ef honum finnst eitthvað þá er það bara þannig, púnktur. Honum finnst það óþarfi að kanna frekar gangna kostinn og komast að því hvað  raunverulega er um að ræða. Það er greinilega ekki öll kurl komin til grafar þegar munurinn hjá Ægisdyrum og VST er 32 - 60 milljarðar. Nei best bara að losna við allt þetta gangarugl. Og þar sem Vegagerðin hefur alltaf haft horn í síðu Herjólfs og alls þess vesens sem honum fylgir, þá er ekki að undra að Bakkahöfn verði niðurstaðan.

En það verður til þess að innan nokkurra áratuga verður öll útgerð horfin frá Vestmannaeyjum. Hví skyldu menn vera að landa í Eyjum til þess eins að flytja fiskinn, (unnin eða óunnin) um borð í ferju til að flytja hann upp á fastalandið. Hagræðingin margfræga mun sjá til þess að áður en langt um líður verður búið að koma upp bræðslu og síðan annarri fiskvinnslu við Bakka. Og sjá, - Vestmannaeyjakaupstaður verður orðinn að frístundabyggð innan örfárra áratuga.

Það er annars ótrúlegt hvernig komið hefur verið fram við Vestamannaeyinga í samgöngumálum í gegnum tíðina. T.d. þegar núverandi Herjólfur var hannaður þá átti hann að vera allmörgum metrum lengri en hann er.  Þegar síðan var byrjað að smíða hann , ákváðu misvitrir pólitíkusar að stytta skipið !!, til að spara!! Hvílík önnur eins dómadags vitleysa hefur varla heyrst!! (Að vísu fengu Breiðafjarðarferjan Baldur, og varðskipin Týr og Ægir sömu meðferð hjá pólitíkusunum, til að spara!!) Þessar "sparnaðaraðgerðir" urðu til þess að Herjólfur varð verra sjóskip, gekk hægar og rúmað mun færri bíla. Þegar síðan rekstur Herjólfs var boðinn út fór heldur að hraka með umgengnina um borð og nú er svo komið að það er vissara að hafa alla glugga vel lokaða þegar þú setur bílinn þinn um borð. Annars er ekki víst að þú náir ýldulyktinni úr honum í bráð.  Síðan, þegar þarf að fjölga ferðum, rífur Eimskip bara kjaft og heimtar stóran pening og Vegagerðin dregur lappirnar eins og þeir framast geta.

Það þarf verulega hugarfarsbreytingu hjá stjórnvöldum og vegagerðinni gagnvart Vestamannaeyingum.  Það þarf að fá annan Herjólf strax, og hann þarf að sigla eins og þörf krefur en ekki eftir einhverju niðurnjörvuðu skipulagi.  Það þarf líka að kanna til þrautar möguleikann á jarðgöngum, þannig að allar staðreyndir liggi á borðinu.  Og síðast en ekki síst þarf að fara varlega í Bakkahöfnina vegna þess er ég hef áður bent á.



mbl.is Elliði: Þurfum að vinna sem best út frá þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njörður Lárusson

Tæplega er hagkvæmt að gera jarðgöng til Eyja, og athuganir sýna að svo sé raunin.  Hvernig væri að kyngja niðurstöðunni, og leggja kraftana í að fá almennilega ferju.  Hins vegar,  fyndist mér nær að fórna núna, og gera jarðgöng, frekar en að reyna að gera höfn í Bakkafjöru.  Ef að menn eru að láti sig dreyma um slíkt, eru þeir að loka augunum fyrir rekstrarkostnaði af þvílíka mannvirki við þessar aðstæður (þ.e. höfn í síkvikri sandfjöru).  Nær væri e.t.v að athuga hugmyndir verkfræðinga um röð aflagðra olíuborpalla, með ákveðnu millibili, til Eyja, sem yrðu notaðir sem undirstöður undir brú til Eyja.  Hversu fáránlega sem það hljómar, er það víst miklum mun ódýrara en göng.  Ekta Eyjabrandari.

Njörður Lárusson, 27.7.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Það er er ekki búið að athuga út í hörgul hvort það sé hagkvæmt og það hefur ekki komið fram nein skýring á verðmuninum pr. grafinn kílómetra hjá Ægisdyrum og VST.  Það hefur heldur ekki komið fram hvort það sé verið að ræða um samskonar göng. Þessi svör þurfa að liggja á borðinu til að hægt sé að meta hagkvæmnina.  Í rauninni er ekki hægt að segja til með fullri vissu um hagkvæmnina fyrr en verkið er orðið útboðshæft.  Því var lofað að þessar athuganir færu fram en það hefur verið svikið.

Ólafur Jóhannsson, 28.7.2007 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband