Hverju ætla "Saving Iceland" að bjarga?

Það væri gaman að fá að vita hverju þessir vitleysingar sem standa fyrir "Saving Iceland" eru að mótmæla.  Það hefur að vísu komið fram að það sé verið að mótmæla virkjunum og "stóriðjustefnunni",  en ég er ekki miklu nær.  Þær virkjanir sem eru í undirbúningi eru allar í neðri hluta Þjórsár og þar er ekki mikið sem hægt er að vernda af ósnortinni náttúru.  Þjórsánni sjálfri er stýrt allan ársins hring og jökulleirinn hreinsaður úr henni í uppistöðulónum á hálendinu.  Umhverfi  árinnar er að stórum hluta mótað af mannanna verkum s.s. skurðum, túnum, vegum o.þ.h. svo ekki er nú mikið til að vernda þar.  Það væri kannski ráð að redda þeim hjá Saving Iceland gröfu til að grafa nýja skurði fyrir þá sem hverfa undir lón.  Svo er á Suðurlandi Hvítáin sem  er algerlega ósnortin og best að hafa hana þannig, en nota Þjórsána áfram til orkuöflunar.

Stóriðja þarf einhverstaðar að vera og hvers vegna ekki hér hjá okkur sem gerum miklar kröfur til góðrar umgengni við umhverfið og komum vel fram við starfsfólk sem vinnur við stóriðjuverin. Það væri nær að þessir auðnuleysingjar, sem virðast ekki hafa neitt þarfara að gera en að láta eins og fífl, snéru sér að einhverju sem skiptir raunverulegu máli fyrir umhverfið.  T.d. þarf að hjálpa Rússum að eyða ónýtum kjarnorkukafbátum á Kolaskaga og Kínverjum veitti ekki af smá tilsögn í því að minnka loftmengun í stórborgum sínum.  Þegar þessir ofdekruðu forréttindakrakkar eru búin að sanna sig sem raunverulegir umhverfisverndarar, þá er kannski von til þess að einhver taki mark á þeim.


mbl.is Almannahagsmunir réðu aðgerðum lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband