28.6.2007 | 22:10
Allt tekur enda...
![]() |
Fyrsti sigur KR í Landsbankadeildinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 20:51
Ekki það gáfulegasta í stöðunni.
Það að reka mann úr Sniglunum fyrir vítaverðan ofsaakstur lítur mjög vel út, svona fljótt á litið. Jú, jú, Sniglarnir koma vel út í fjölmiðlum og eru áfram góðu gæjarnir í umræðunni um ofsaakstur, afstungur og það allt. En.. gleymist ekki af hverju samtökin voru stofnuð á sínum tíma? Var það ekki til að bæta ímynd, samstöðu og umferðarmenninguhjólafólks? Hvers vegna þá að útskúfa þeim sem þarf helst að ná til? Ekki rekur FÍB sína félaga fyrir samskonar hegðun. Það eykur ekki á samstöðuna heldur eykur á klíkumyndanir og tortryggni milli hjólafólks. Það væri án efa betra að reyna að ræða við viðkomandi aðila og sýna honum fram á hve slæmt og óábyrgt það er að hegða sér svona í umferðinni. Það lyktar líka af hræsni að reka mann fyrir að aka of hratt, þegar svo til hver einasti ökumaður þessa lands brýtur einhver umferðarlög á hverjum degi. Það þarf enginn að segja mér að þeir sem tóku þá ákvörðun að reka manninn úr Sniglunum, hafi aldrei ekið yfir löglegum hámarkshraða.. Þessi einstaklingur gerði sig sekan ljótt lögbrot og sýndi mikinn dómgreindarskort. Hann fær án efa nægilega þunga refsingu hjá dómsvaldinu, það er óþarfi að bæta þar um betur.
Ps. Það skal tekið fram að ég er sjálfur meðlimur í Sniglunum.
![]() |
Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2007 | 10:48
Foreldrar, passið börnin ykkar !!!
![]() |
Einn gætti 500 sundgesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 11:12
Kemur ekki á óvart !!
![]() |
Ekið á hjólreiðamann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
24.6.2007 | 22:51
Arsene Wenger er snillingur!!!
![]() |
Henry mættur til Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 22:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.6.2007 | 22:30
Samanburðarsýki....
Horfði á frétt um þetta mál á Stöð 2 áðan og þar spurði fréttamaðurinn afar heimskulegrar spurningar. "Hvað réttlætir að selja íbúð á 230 milljónir?" Svarið er að sjálfsögðu afar augljóst: Framboð og eftirspurn, hvað annað? Ef einhver er tilbúinn að borga þá er ekkert að því að selja á þessu verði, svo framarlega að kaupandinn sé ekki blekktur á neinn hátt. Í þessu sambandi vil ég minnast á samanburðarsýkina sem svo allt of margir eru haldnir hér á landi.. Það má aldrei neinn hafa það gott án þess að einhverjir fara að væla og veina og heimta það sama. M.a.s. fátæktarviðmið eru reiknuð þannig að ef tekjur hinna hæstlaunuðu hækka þá fjölgar sjálfkrafa "fátækum" því að viðmiðunarmörkin hækka, þó svo að verðlag hækki ekki á sama tíma. Og launþegasamtökin eru aðallega í því að finna út tekjur samanburðahópa svo þau "dragist ekki afturúr"en ekki hvort launin hæfi menntun, ábyrgð og afköstum umbjóðenda þeirra.
Það er ekkert rangt eða slæmt við það að einhverjir verði moldríkir. Það er nefnilega þannig að það er enginn ríkur nema hann noti peningana sína. Og það erum við hin sem njótum þess með aukinni verslun og framkvæmdum. Samfélagið fær virðisaukaskatt, tekjuskatt og fjámagnstekjuskatt af öllu brölti ríka fólksins hér innanlands. Því ber okkur að sjá til þess að þeir moldríku verði ekki hraktir úr landi sökum öfundar almúgans eða skattagræðgi hins opinbera.
Við ættum að sjálfsögðu að fagna því að einhverjir hafi dug og þor til að bjóða íbúð á 230 milljónir og vonandi fá þeir kaupanda sem fyrst.
![]() |
Dýrasta íbúðin á 230 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 13:39
Það skyldi þó aldrei vera.....
![]() |
Deila um hvort Egill hafi verið búinn að semja við 365 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 22:52
Stóriðjustopp - fiskveiðistopp.
![]() |
Steingrímur: Köld sturta við viðkvæmar aðstæður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2007 | 22:58
Litlir menn með stóran ramma...
Ég var að glugga í Blaðið og hljóp yfir viðtal við Svölu Torlacius um refsingar þær sem kynferðisbrotamenn eru dæmdir til. Og mig setti hljóðan. Það er ekki ofsögnum sagt af vorkunnsemi og hjartagæsku dómaranna við þessa blessaða menn sem "lenda í því" að nauðga konum og börnum, (örugglega alveg óvart)!!! Ef þetta eru fólskulegar nauðganir þá fá þeir kannski 3 - 4 ár en kannski ekki nema 12 - 18 mánuði ef þeir hafa bara beitt hótunum, (það er nefnilega ekki sama hvaða aðferð notuð er við glæpinn). Refsiramminn er 16 ár, en það hefur víst aldrei hvarflað að dómurum þessa lands að nota hann allan. Ég get ekki hugsað þá hugsun til enda hvernig líkamlegar misþyrmingar þyrfti að bera á borð fyrir dómara þessa lands til að þeim fyndist ástæða til að nýta rammann til fullnustu.
Því miður eru þau ótalin fórnarlömbin sem hafa þurft að upplifa þann hrylling, en það sést bara ekki á yfirborðinu hvernig þeim líður. Það sem þessir dómarar virðast ekki skilja er að það er alveg sama hvernig verknaðurinn er framkvæmdur, það eru afleiðingarnar fyrir fórnarlambið sem skipta máli. Það er hægt að myrða manneskju andlega og það gerist við nauðgun... Sálarlíf fórnarlambsins fer varanlega úr skorðum. Það þarf ekki að leita lengi í kunningjahópnum til að finna einhvern sem hefur verið eyðilagður andlega af einhverjum óþverranum. Það þarf ekki að koma á óvart að vinkonan sem virðist eingöngu getað fundið sér ofbeldismenn til að búa með, eða vinurinn sem kemst aldrei með út á lífið vegna þess að hann er útúrdrukkinn í grillpartíinu, hafi orðið fyrir misnotkun í æsku eða verið nauðgað á einhverri útihátíðinni.
Mér finnst það lágmarkskrafa að kynferðisofbeldismenn séu dæmdir til þungra refsinga, þó ekki sé til annars en að samfélagið sé öruggt fyrir þeim á meðan þeir eru innilokaðir. Það er einnig algjört skilyrði að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot fái sálfræðimeðferð meðan á refsingu stendur og það sé gert raunhæft mat á þeirri hættu sem af þeim getur stafað eftir að þeir fá aftur frelsi. Og þegar barnaníðingar eiga í hlut, þá er vönun, annaðhvort með lyfjum eða geldingu hæfileg refsing við annað brot. Það eru reyndar skiptar skoðanir meðal sérfræðinga hvort vönun slær á barnagirndina, en ef þetta er ekki lækning þá er það allavega refsing...
Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem ber harm sinn í hljóði og á í innri baráttu eftir að hafa orðið fyrir nauðgun. Sálfræðihjálp á Íslandi er dýr og það tekur oft langan tíma og mörg viðtöl hjá sálfræðingi að fá sálarsárin til að gróa. Hvers vegna er ekki sálfræðiaðstoð niðurgreidd eins og geðlæknishjálp? Kannski vegna þess að geðlæknar geta skrifað upp á pillur en sálfræðingarnir hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu.
Og við dómara þessa lands vil ég segja, mikið eru þið lánsöm að hafa aldrei lent í þessu sjálf. En kannski er það samt það sem þarf að gerast til að þið skylduð.... Þið mynduð kannski nýta refsiramman betur..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er mér óskiljanlegt hvers vegna ekki má virkja Urriðafoss og annað það sem hægt er að virkja í neðri hluta Þjórsár.
1. Þjórsá er marg-virkjuð og rennsli hennar í byggð er stýrt allt árið um kring. Þannig að rennsli hennar er ekki náttúrulegt.
2. Umhverfi árinnar sem fer undir mannvirki og lón er ekki óspillt, langt í frá, heldur hefur búskapur bændanna við ána skilið eftir allskyns varanleg ummerki. Þannig að ekki er verið að vernda ósnortið land.
3. Sunnlendingar hafa Hvítá sem er eins óspillt og hægt er að búast við í nútíma þjóðfélagi. Er ekki betra að einbeita sér að því að halda henni þannig.
4. Verndunarsinnar tala um að laxagengd spillist við virkjun. Laxveiði í Þjórsá hefur verið hverfandi svo lengi sem ég man eftir og að ætla að stöðva virkjunina út frá þeim rökum er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.
Það er í mínum huga alveg morgunljóst að í hvert sinn sem á að virkja á Íslandi, hvort sem er um vatnsaflsvirkjun eða jarðvarma að ræða rísa upp á afturlappirnar náttúruverndarsinnar sem eru á móti. Það er eins og þeir sem eru á móti virkjunum og stóriðju geti ekki sætt sig við að það sé nauðsynlegt að breyta landinu til að framleiða orku. En ég hef ekki hitt þann sem hefur á móti því að það sé ræktuð upp ný tún eða gróðursettur skógur, þó svo að þær aðgerðir breyti ásýnd landsins. Nei, náttúruverndarsinnarnir á Íslandi vilja bara hafa virkjanir og stóriðju einhverstaðar annarsstaðar, helst nógu langt út í heimi þar sem Íslendingar sjá þær ekki, og geta helst gleymt því að það sé til eitthvað sem heitir stóriðja. Mér dettur í hug í þessu sambandi stóra náman í Ingólfsfjallinu sem svo margir eru á móti vegna þess hve mikið líti hún er á landinu. En ef mölin er ekki tekin þarna hvar á þá að taka hana? Einhverstaðar annarsstaðar þar sem sést ekki til frá hringveginum? Eru það ekki náttúruspjöll líka? Og hvað á þá að gera við holuna í fjallinu? Fylla í hana aftur? Nei það er eins með Þjórsá og námuna í Ingólfsfjalli, það er nú þegar búið að nýta ána það mikið að það er engin ástæða til að hætta því núna. Það verður ekki snúið til baka. Þegar búið er að virkja þá breytist áin, það vita allir, en það þarf engin að segja mér áin verði eitthvað verri fyrir það...