3.1.2010 | 16:26
Til allra þeirra sem virðast ekki skilja um hvað málið fjallar
Andstaða 70% þjóðarinnar er ósköp eðlileg og skiljanleg. Réttlætiskennd þjóðarinnar er misboðið með Icesave samningunum. Fólki finnst einfaldlega að rétt skuli vera rétt.
Ef það er alveg kristaltært að okkur beri að greiða þessa skuld, þá gerum við það. Á þeim hraða sem við ráðum við. En þar sem það liggur ekki fyrir þá samþykkjum við ekki að borga. Einfalt og skýrt.
Samninganefnd okkar á að standa í lappirnar og við eigum að leita okkur aðstoðar hjá sérfræðingum erlendis. Ef einhver er svo skyni skroppinn að halda því fram að Svavar Gestsson og félagar hafi eitthvað að gera í klærnar á atvinnusamninganefndum Breta og Hollendinga, þá vinsamlegast bið ég viðkomandi að gefa sig fram og færa rök fyrir máli sínu. Samninganefndir gagnaðilanna hafa bara eitt markmið og það er að ná fram sínum ýtrustu kröfum, burtséð frá lögmæti þeirra. Því er það okkar AÐ KNÝJA FRAM DÓMSTÓLALEIÐINA, ÞVÍ ÖNNUR LEIÐ ER EKKI FÆR.
Ef það er alveg kristaltært að okkur beri að greiða þessa skuld, þá gerum við það. Á þeim hraða sem við ráðum við. En þar sem það liggur ekki fyrir þá samþykkjum við ekki að borga. Einfalt og skýrt.
Samninganefnd okkar á að standa í lappirnar og við eigum að leita okkur aðstoðar hjá sérfræðingum erlendis. Ef einhver er svo skyni skroppinn að halda því fram að Svavar Gestsson og félagar hafi eitthvað að gera í klærnar á atvinnusamninganefndum Breta og Hollendinga, þá vinsamlegast bið ég viðkomandi að gefa sig fram og færa rök fyrir máli sínu. Samninganefndir gagnaðilanna hafa bara eitt markmið og það er að ná fram sínum ýtrustu kröfum, burtséð frá lögmæti þeirra. Því er það okkar AÐ KNÝJA FRAM DÓMSTÓLALEIÐINA, ÞVÍ ÖNNUR LEIÐ ER EKKI FÆR.
![]() |
Fundi lokið á Bessastöðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.