Hvur djöfullinn er hér í gangi eiginlega?

Munið þið þegar Davíð sagði í Kastljósinu að við ættum ekki að borga skuldir óreiðumanna erlendis? Og var skammaður, úthrópaður og sakaður um að hafa sett allt á hausinn? Er það ekki einmitt að gerast núna sem hann varaði við í þessu viðtali. MEÐ ÞESSUM SAMNINGI VERÐUR ÞJÓÐIN LÁTIN BORGA SKULDIR ÓREIÐUMANNA ERLENDIS. Það er ekki hægt að skilja þetta öðruvísi en svo að það eigi að borga upp í topp allar innistæður einstaklinga á Icesave, en ekki bara þessar 20.889,- € sem samningurinn um EES kveður á um að ríkinu beri að gangast í ábyrgð fyrir. Og af hverju er það gert? Er það ekki til að eiga einhvern möguleika á að geta gengið í Evrópusambandið? Það þykir mér dýr miði til að komast í lélegt partí.

Eða er það virkilega svo, að til að geta staðið við það loforð fyrri stjórnar um að allar innistæður hérlendis skulu tryggðar að fullu, hafi verði ákveðið að borga Icesave upp að fullu líka? Ef svo er, sem ég tel allar líkur á, þá er verið að láta almenning greiða fyrir það að vernda sparifjáreigendur hérna innanlands. Var ekki nóg að það var mokað 200.000.000.000,- kr. inn í peningamarkaðssjóðina til að vernda fjármagnseigendur. Það er eins og að stjórnvöld ætli ekki að skilja að það eru þeir sem áttu pening inni í bönkunum sem eiga að tapa við gjaldþrot þeirra en ekki þeir sem skulduðu þeim peninga. Það fólk á nóg með að borga upp lánin sín á tvöföldu verði þó ekki sé því bætt við að borga upp tap sparifjáreigenda líka. Þessir 200 milljarðar sem búið er að henda í þá hít er alveg nóg.

Það sem á að gera er að verðmeta eignir bankanna af óháðum aðila, og þá meina ég allar eignir þeirra bæði hér og erlendis. Síðan skal koma þessum eignum í verð á 5 árum og forgangskröfur greiddar út, t.d. árlega, eftir því sem fæst upp í þær. Þetta gildi um allar forgangskröfur, bæði hér heima og erlendis. Það má nefnilega ekki mismuna kröfuhöfum eftir búsetu. Þegar sölunni er lokið og þrotabúin tæmd eftir 5 ár, þá kemur í ljós hvort eitthvað sé eftir upp í almennar kröfur. Sé eitthvað ógreitt þá af þessari 20.889,-€ per innistæðu, sem við erum í ábyrgð fyrir þá skal það að sjálfsögðu greitt, en annað ekki.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband