Afneitunin er alger.

Það var vægast sagt undarlegt að hlusta á þessa skólastýru tjá sig um ofbeldisvek sem framið var í skólanum hjá henni.

1.Hún taldi að meiðslin og  málið allt hefði verið hefði verið blásið út í fjölmiðlum: Drengurinn var með lausar tennur og tapaði heyrn tímabundið!!

2. Hún fullyrti að ekki hefði verið i um einelti eða stríðni að ræða: Drengurinn var uppnefndur og síðan barinn þegar að hann vildi ekki una uppnefninu!

3. Hún taldi það málinu algerlega óviðkomandi að annar árásaraðilanna var þjálfaður í hnefaleikum: Voru lausar tennur og heyrnarleysi þá alls ekki vísbending um að drengurinn hefði verið sleginn í andlit og á eyrað. Og finnst henni það algerlega óhugsandi að dreng sem þjálfaður er í að berja í höfuð andstæðinga sinna í hnefaleikahringnum, gæti dottið það í hug að beita þessari þjálfun sinni á skólafélaga sína!

Það skín í gegnum allan málflutning þessarar konu að hún er í bullandi afneitun: Það er ekkert einelt í mínum skóla. Það er engin nemandi hjá mér sem beitir lærðum fólskubrögðum á samnemendur sína. Og það er algjör óþarfi að vera gera eitthvað mál úr þessu þó að nemandi hjá mér þurfi að fara á sjúkrahús. Ég beið bara eftir því að hún bætti við: Hann var nú bara kallaður Polli...!!!


mbl.is Blóðug slagsmál skóladrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já afneitun er alger hjá þessari konu. Það er ótrúlegt að einhver skuli reyna að draga úr alvarleika svona ofbeldis, svona grófs ofbeldis.

Ragnheiður J. Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:49

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Það er alveg ljóst að þessi manneskja er algjörlega óhæf til þess að sinna sínu starfi.

Guðmundur Pétursson, 2.3.2009 kl. 20:55

3 identicon

Þetta gerist nú í öllum skólum að krakkar lendi í slag og gera fjölmiðlar of mikið úr vissum atvikum.  Til dæmis þegar ég var í skóla þá lennti vinur minn á spítala eftir slagsmál og þurfti að sauma nokkur spor, ekki endaði það í fréttunum.  Það á ekki að skipta neinu máli þótt strákurinn æfi box, ég meina sem dæmi sparka fótboltastrákar fastar en aðrir  og geta brugðist við með að sparka í viðkomandi ef þeim er ögrað og  eru þeir þjálfaðir í að sparka í fólk og hringlótta hluti.  Fólk á aðeins að stoppa og hugsa áður en það fer að dæma allt og alla því krakkar lenda í slag, þeir hafa gert það hingað til og munu halda áfram að gera það.  Skólastýran er að reyna róa fjölmiðla niður með að segja að þetta sé ekkert það alvarlegt sem hún á að gera.  Ekki á hún að segja að þessir strákar séu fávitar og eigi að vera hengdir á almannafæri?  Þetta eru enn og aftur bara krakkar og þetta atvik kemur bara fjölmiðlum ekki rassgat við.

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:08

4 identicon

Já Júlíus þú hittir naglan á höfuði í þessum ummælum þínum, í mínum skóla voru slagsmál með tilheyrandi blóðnösum bæði algeng og álitin eðlilegur hluti af því að vera krakki, eitt sinn gerðist það að einn strákur skar í putta annars með dúkahníf þegar þeir áttu í einhverjum fæting og það þurfti að sauma nokkur sport.. aldrei rataði það í fjölmiðla, aldrei hefði neinum dottið í hug að hlaupa grenjandi með það í fjölmiðla, vegna þess að þetta mál var bara á milli skólans og foreldra drengjana sem um ræddi og allir eru þessir einstaklingar bara venjulegt fólk í dag.

Vill líka endurtaka það sem ég sagði við aðra bloggfærslu við þetta mál, nýtískulega rasisma vænisýkin er að drepa þessar gaggandi siðferðishænur í þessu landi, væri þetta "orð" svona mikið stórmál hefði það snúið að einhverju öðru en þjóðerni? Ef orðið hefði verið frekknufés eða krulluhaus þá væri fjölmiðlum nokk sama ásamt flestum þessum bjánum sem arga "rasisti brennið hann" við minnsta tilefni. 15 ára unglingar uppnefna hvorn annan, fituhlunkur, rauðhaus, hommatittur og af hverju ætti surtur eða polli ekki að flakka líka ef það á við í það skipti, þetta er eðli krakka og unglinga að uppnefna og finna móðgandi orð eftir staðalímyndum ef til átaka kemur. En í "rasisma-histeríu" fjölmiðla er reynt eftir bestu getu að snúa málinu upp í það að "ráðist hefði verið á aðila aðeins á grundvelli þjóðernis". Þetta er að verða bráðfyndið, þessi pólitíski rétttrúnaður og siðferðis tilgerð í fólki í Íslensku samfélagi.

Yoko UNO (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:25

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Júlíus: Þó það hafi ekki þótt tiltökumál að lenda á spítala eftir slagsmál þegar þú varst í skóla, þá er það, sem betur fer, öðruvísi í dag. Nú er farið að fjalla um svona mál af alvöru í flestum skólum, þó svo að Fjölbrautarskóli Suðurlands og Grunnskólinn í Sandgerði geri það ekki.

Og ég vil benda þér á smá galla í málflutningi þínum. Knattspyrnumenn eru EKKI þjálfaðir í því að sparka í fólk!!! Svo vil ég líka benda á að hnefaleikamönnum er innrætt að nota aldrei þjálfun sína annars staðar en í hringnum. Því miður er misbrestur á þessu, bæði hjá boxurum og tuðruspörkurum og er það miður. En það að þjáfaður hnefaleikari berji samnemanda sinn til óbóta er alvarlegur hlutur og ber að taka á því af alvöru en ekki koma fram í fjölmiðlum og segja að þetta hafi varla verið neitt...!!! 

Ólafur Jóhannsson, 2.3.2009 kl. 21:43

6 identicon

Þessi skólastýra trúir eflaust heldur ekki ennþá að íslensku bankarnir gætu hrunið. Gjörsamlega blind.

Svona árás er grafarvarleg (og hér skiptir ekki neinu einasta máli hvort árásin komi í fréttirnar eða ekki!), og VERÐUR að vera harðlega fordæmd af skólastjórum/-stýrum.

Gjörsamlega vanhæf, hallærisleg og skammarleg þessi "skólastýra"

áhugasamur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

UNO: Ekki var ég að væna neinn um rasisma í þessu bloggi mínu heldur bara að benda á hversu mjög konuskepnan var að reyna að breiða yfir það sem gerst hafði. Stráknum var strítt og hann síðan laminn vegna þess að hann sætti sig ekki við að vera strítt. Dæmigerð eineltismynstur.

Og ef einhver hefði skorið mig með dúkahníf hefði ég ekki setið undir því þegjandi og látið það mál vera "sjatlað" í skólanum. Það er ólíðandi að fólk beiti hvort annað ofbeldi og skiptir þá engu máli hvort það er í skóla eða annars staðar.

Ólafur Jóhannsson, 2.3.2009 kl. 21:54

8 identicon

Ekki ætlaru að segja mér það að þegar þú varst yngri þá voru allir svo rólegir að enginn lennti í alvarlegum slagsmálum? Það er ekki hið besta mál að fjölmiðlar fjalli um þessi mál því þeir einblína á allt sem á ekki að einblína á sem dæmi að strákurinn sem ráðist var á var Pólskur og að sá sem réðst á strákinn æfði box.  Ef að fjölmiðlar vilja fjalla um árásir í grunnskólum skulu þeir gera það almennilega og fjalla um allar árásir því það er alltaf bara fjallað um minnihlutahópa og hvað þeir hafa það slæmt sem er ekki góð fréttamennska.  Það er víst þjálfað knattspyrnumenn að tækla, helst í boltann en ef það er ekki möguleiki þá í andstæðinginn, þannig hann sparkar hann niður.  Ef þú vilt ræða það einhvað frekar þá máttu vita það að ég hef æft fótbolta í þó nokkur ár, hjá ýmsum liðum og það er víst kennt þeim að sparka í hina leikmennina það er bara umorðað!  Það á ekki að skipta neinu máli hvort strákurinn æfir box eða ekki alvarleiki árásarinnar á ekki að vera boxi að kenna heldur stráknum sjálfum!!

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:02

9 identicon

Skólastýran er búinn að reka strákana tímabundið þangað til rannsókninni er lokið.  Hún er greinilega ekki sú besta í að koma fram í fjölmiðlum en það sem hún var að reyna gera er að koma í veg fyrir það að þessir strákar verði hengdir á almannafæri.  Þið hafið ekki hugmynd um hvað hún gerir við þessa stráka er það?  Nei þannig þið getið ekki sagt að hún sé ekki starfi sínu hæf en þið getið sagt að hún sé ekki hæf við að koma fram í fjölmiðlum!!

Júlíus Pálsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:07

10 identicon

Slagsmálin eru ekki "Fréttin". Viðbrögð "skólastýrunnar" eru aðalfréttin. Og það er henni sjálfri að kenna. Ótrúlega skammarlegt.

Þar sem hennar ummæli eru ótrúlega heimskuleg (jafnvel refsiverð?) mætti maður  ganga út frá því vísu að þar er greinilega ekki kona miklum vitsmunum spunnin.

áhugasamur (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 22:17

11 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Júlíus: Ef þú ert svo laginn í samlagningu að þú getir lagt saman 2 + 2 án þess að fá út fjóra þá ert þú klárari en flestir. Ég fæ altént þetta út; lausar tennur = hnefahögg í andlitið, tímabundið heyrnarleysi = hnefahögg á eyra. Semsagt; það var boxari sem var að lumbra á skólabróður sínum. 

Af hverju má það ekki koma fram að að það var boxari sem kýldi drenginn? Og af hveju má það ekki koma fram að það var pólverji sem var laminn?

Hvar segi ég að hún sé ekki hæf til að valda þessu starfi sem hún gegnir?? Ég sagði, og segi enn að hún var allt þetta viðtal, í afneitun og vörn.  Af því er hægt að draga ýmsar ályktanir en ég læt öðrum það eftir...

Ólafur Jóhannsson, 2.3.2009 kl. 22:33

12 identicon

Þetta þarf ekki að hafa verið alvarleg árás því eins og sagt er í fréttinni þá er strákurinn boxari og getur þá líklega gert þetta í tveimur höggum.  Kannski veit skólastýran að svo var málið og er þessvegna að reyna draga úr árásinni þótt afleiðingarnar hafi verið slæmar.

Þú last það sem ég skrifaði greinilega ekki vel því ég sagði að fjölmiðlar fjalla bara um svona árásir krakka ef það er minnihlutahópur sem á í stað í þessu tilfelli Pólverji og ég er að segja afhverju ekki að fjalla þá um allar árásir krakka? 

Box er ekki sjálfsvarnaríþrótt og er ekki bannað að nota það utan æfinga það er bannað í sjálfsvarnaríþróttum svo sem Taekwondo nema að það sé ráðist á þig.

Ég var ekki að svara þér þegar ég sagði þetta með að hún væri alveg starfi sínu hæf en ekki fjölmiðlum.  Ef þú lest öll commentin þá sérðu það.

 Fólkið sem lifir nánast á bloggsíðunum sínum skilur ekki að slagsmál gerast hvern einasta dag í skólum og sum jafn alvarleg og þessi en ekki er hvern einasta dag í fréttunum að krakki hafi verið laminn af bekkjabróðir sínum. 

Júlíus Arnar Pálsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:05

13 identicon

Fólk yfir höfuð er of fljótt að dæma því það tekur öllu sem fjölmiðlar segja sem gallhörðum sannleikanum þó þeir hafi oft rétt fyrir sér þá segja þeir aldrei alla söguna og þess vegna ekki hægt að dæma eitt né neitt nema að kynna sér það. En það er yfirleitt ekki hægt nema að þekkja einhvern sem er nákominn. 

Bloggfólkið eru eins og litlir krakkar sem gera grín af öðrum krökkum bara útaf útliti án þess að þekkja hann eitthvað.  Enda er hægt að kalla viðbrögð hjá mörgum sem andlegt einelti sem hefur verið sannað að sé verra heldur en líkamlegt.

Júlíus Arnar Pálsson (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 23:23

14 Smámynd: corvus corax

Það er ótrúlegt að sumir hér fyrir ofan, sérstaklega Júlíus Pálsson, gera sér enga grein fyrir þeim reginmuni sem er á slagsmálum milli manna og misþyrmingum manns sem er haldið föstum. Hvílíkir endemis bjánar!

corvus corax, 3.3.2009 kl. 00:50

15 identicon

Ef þessir guttar væru einu ári eldri þá væru þeir sakhæfir og sekir um alvarlega líkamsárás.

Einelti og ofbeldi er óeðlileg hegðun. Það skal enginn segja mér að það sé einhvern tímann forsvaranlegt að lemja annað fólk eða slást hvort sem þú ert 14 ára eða 30 ára. Þeim sem finnst þetta eðlilegt eru einmitt þessir ofbeldisseggir sem sífellt eru til vandræða úti um allt.

 "Þetta þarf ekki að hafa verið alvarleg árás því eins og sagt er í fréttinni þá er strákurinn boxari og getur þá líklega gert þetta í tveimur höggum."

Alvarleiki árásarinnar felst ekki bara í verknaðaraðferðinni heldur afleiðingunum. Brotin tönn veldur því að þetta telst alvarleg árás. Beinbrot valda því almennt að líkamsárás fer úr því að vera minniháttar og yfir í alvarlega líkamsárás. Alvarleikinn er enn meiri ef tekið er tillit til þess að viðkomandi er þjálfaður í að lemja annað fólk en hemur sig ekki.

"Ekki á hún að segja að þessir strákar séu fávitar og eigi að vera hengdir á almannafæri?"

Nei alls ekki en hún á að fordæma þessa hegðun og fullvissa fólk um að þetta verði ekki liðið í skólanum. Þá þarf hún líka að fullvissa foreldra barna í skólanum að gripið verði til ráðstafana til að koma í veg fyrir svona í skólanum. Svörin sem hún virðist hafa gefið eru út í hött. Það er ekki hægt að segja að gert sé of mikið úr þessu þegar barnið er stórslasað.

Ég (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 07:22

16 identicon

"Soldið mikið blásið upp - alvarleiki þess slasaða - og árásarinnar sem slíkrar" Þetta er orðrétt af myndbandinu. - Þetta sagði skólastjórinn sjálfur og gerði sig þar með sekan um gífurlega lítilsvirðingu gagnvart þolandanum.

Hinn ungi "Íþróttamaður ársins" ætti að vita að í a.m.k. sumum greinum íþrótta eru vítur fyrir óíþróttamannslega hegðun. Honum væri nær að lesa sér til um hvað það þýðir.  Óíþróttamannsleg hegðun

Ruth (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:07

17 identicon

Ég : Ertu að segja að 14 ára strákur sé með sama andlega og líkamlega þroska og 30 ára karlmaður?  Því það skiptir máli hvort það sé verið að tala um strák eða karlmann.  Ég hef ekki verið að verja það sem strákarnir gerðu en er ekki að dæma þá heldur því það er ekki mitt að dæma alveg eins og það er ekki ykkar því þið vitið ekki alla söguna er það?

Já það er alveg rétt skólastýran þarf að fullvissa foreldra barna í skólanum að gripið verði til ráðstafana en hún á ekki að gera það í fjölmiðlum heldur á fundi með foreldrunum.  Hún kom illa út í þessu viðtali en þar á móti er ekki gerð krafa til skólastjóra að geta talað almennilega við fjölmiðla.  Eins og ég sagði áðan þá er hún búin að reka þá tímabundið þangað til rannsókninni er lokið.  Hún er ekki hæf að tala við fjölmiðla það er ljóst en þið vitið ekki hvernig skólastjóri hún er.

Júlíus Arnar Pálsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 13:43

18 identicon

"Ertu að segja að 14 ára strákur sé með sama andlega og líkamlega þroska og 30 ára karlmaður?"

 Nei alls ekki en ég er að segja að 14 ára strákur veit klárlega mun á réttu og röngu og að það er rangt að lemja samnemendur sína. Enda gera lögin ráð fyrir því að á þessum aldri skríði menn í það að vera sakhæfir. Í mörgum löndum ná unglingar sakhæfisaldri mun fyrr. Mínir foreldrar kenndu mér mjög snemma að það væri ekki eðlilegt að lemja aðra og hef ég haldið mig við það frá þeim tímapunkti. Hins vegar má benda á það að margir 30 ára einstaklingar hafa ekki þroska á við 14 ára. Maður rekst oft á svoleiðis í þau fáu skipti sem manni dettur í hug að vera í bænum eftir miðnætti.

Varðandi að dæma þessa drengi þá er það ekkert mál fyrst að það liggur fyrir hvað nákvæmlega gerðist. Af hverju þeir gerðu það skiptir engu máli og réttlætir ekkert þó það kunni að varpa ljósi á hegðun þeirra. Ofbeldi er óafsakanlegt og gildir einu hvort menn eru 14 eða 30 eða 90. Það er kjánaleg hugsun að halda það að ofbeldi sé í lagi þegar menn eru börn. Svoleiðis hugsun er greinilega komin frá fólki sem hefur aldrei lent í þeirri aðstöðu að vera brotaþoli. Ég vona að þú hafir sloppið frá svona þegar þú varst lítill Júlíus.

Ég (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 18:22

19 identicon

Bíðið við, hvað er að gerast í þessari umræðu? Má vera að orð skólastjórans (hér eftir skólastýrunnar) hafi verið tekin úr samhengi og sett fram á óábyrgan hátt og vegna skorts á vitneskju? Eftir því sem ég best veit þá gerðist eftirfarandi: Tveir ganga til verks gagnvart einum einstaklingi,  Þá lætur annar gerandinn högg vaða að fórnarlambinu, sem að því ég hef heyrt voru nokkur. Ok. Drengurinn er færður á sjúkrahús til athugunar og aðhlynningar, gott mál. Ekki það að ég ætli að halda hlífiskyldi yfir geranda/gerendum, en hvað er hægt að gera úr því sem komið er. Jú Skólastjórnendur þ.a.m. skólastýran, eru skyldug til að koma málinu í ferli. Hvað hefur komið fram í fjölmiðlum? Daginn sem skólastýran var í viðtalinu við Þóru Kristínu á mbl.is, þá kemur fram að nemandanum hefur verið vísað úr skólanum, málið hafi verið sent barnaverndaryfirvöldum, félagsmálayfirvöldum og sent til skólaráðs bæjarins til frekari umfjöllunar. Ég segi gott og vel, flestir samfélagsþenkjandi borgarar hafa sagt og/eða hugsað látum verkin tala því það er jú eini sannanlegi mælikvarðinn. Mín tilfinning er sú að Skólastýra Grunnskólans í Sandgerði hefur sinnt sinni skyldu og sett málið í ferli eins og skólastjórnanda er sæmandi og ætlast er til af. Það að kynna sér ekki málin eilítið áður en farið er fram þeim hætti sem margir hafa gert hér í bloggheimum, er innantómt raus og dæmist af sjálfu sér. Mikil reiði, ákafi, skortur á efni viðfangsefnisins eru hluti af einkennum þeirra sem vaða fram í villu sinni, en þetta eru jú bloggheimar og því geta allir tölvubærir sagt sína skoðun, hvort sem eitthvað er á bak við hana eða ekki. Það er jú eins og fólk talar um málfrelsi á Íslandi. Eitt skulum við samt hafa hugfast að öll umræða skal ábyrg og meðferð stóryrða vandleg gagnvart öllum einstaklingum t.d. í þessu dæmi, til eru fordæmi fyrir tilefnislausum aðdróttunum í bloggheimum.Hvað þetta mál varðar þá átti árásin sér ekki forsögu varðandi gerendur og fórnalamb, þ.a.l. má segja tillefnislaus með öllu. Hins vegar er það svo að hvað sem skólastýran hefur sagt, þá er það á hreinu að málið er komið í ferli eins og áður hefur komið fram. Skólastýran hefur unnið sína vinnu af vandvirkni í þessu máli hvernig dóm sem við kunnum að leggja á orðaval hennar.

Ég er íbúi í Sandgerði á barn í grunnskólanum, leikskólanum og hef líka verið þátttakandi í íþróttalífinu. Ég get fullvissað ykkur sem ekki vita að skólayfirvöld og íþróttafélagið hér í bæ vinna hörðum höndum við að uppræta einelti í skóla og við æfingar. Varðandi kynþáttafordóma þá ætla ég að efast um að það sé vandamálið, kynþáttafordómar eiga ekki rétt á sér og er skortur þekkingu.

Hollt tel ég líka vera, að setja dæmið þannig upp að hlutaðeigandi einstaklingar hafi verið af sama þjóðerni, utan íþrótta og allir jafnhæfir á einhverju sviði. Þegar ég lít þannig á málið eru eftirmálar þeir sömu og stjórnendur hafa þegar sett af stað.

Kæri Ólafur, við skulum leggja stóryrðin gagnvart þeim persónum sem komið hafa fram í þessari umræðu (skólastýru, þolanda og ekki síður þeim drengjum sem að árásinni stóðu, þeir eru á grunnskólaaldri) til hliðar og ræða þetta mál með það fyrir augum að vitneskja okkar allra sé ekki tæmandi í þessu máli né öðrum sem við kunnum að ræða á opinberum vettvangi sem þessum.Góðar stundir.

Ari Gylfason (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband