30.1.2009 | 19:32
Ætli þetta sé ekki frekar ótti!
Miðað við hvernig viðbrögð fólks hafa verið við öllu því sem Davíð Oddson segir og gerir, myndi ég frekar halda að það séu allir skíthræddir við hann. En mér er hins vegar ekki alveg ljóst við hvað fólk er hrætt í fari Davíðs.
Eru sjálfstæðismenn hræddir við að hann snúi aftur í stjórnmálin og hrifsi til sín öll völd í flokknum?
Er Samfylkingin hrædd við að hann komi til með að segja frá hve mikinn þátt samfylkingarfólk átti í bankahruninu?
Er Framsókn hrædd við hann, út af fyrra samstarfi í ríkisstjórn, að hann upplýsi alþjóð um eitthvað misjafnt í einkavæðingu bankanna, sem var á forræði Framsóknar?
Eru Vg-gengið kannski hrætt um að hann komi og kalli þau afturhaldskommatitti?
Ég læt mér ekki detta neitt í hug sem frjálslyndir gætu verið hræddir við í fari Davíðs, enda er Frjálslyndi flokkurinn algjörlega úti á túni þessa dagana, eins og hverjir aðrir grasbítar. Ég efa stórlega að fólk þar muni hvað það heitir þessa dagana.
Það myndi gera stjórnmálunum á Íslandi mikið gott ef fólk hætti að líta á Davíð Oddson sem miðpunkt hins pólitíska alheims, og færi frekar að snúa sér að einhverju sem kemur okkur raunverulega til góða...
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er eins og það sé bara eitt verkefni sem nýja stjórnin telur verulega brýnt að leysa úr strax, og það er að gera eitthvað varðandi Davíð. Þau eru búin að sitja nótt og dag í viku og það er eins og þetta sé það eina sem þau eru ásátt um, jú og svo kannski að banna hvalveiðarnar. Tvö brýnustu verkefni Íslands í dag......
Aðalsteinn Bjarnason, 30.1.2009 kl. 19:53
Já, ekki byrjar það vel...
Ólafur Jóhannsson, 30.1.2009 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.