29.1.2009 | 18:47
Nú er rétti tíminn til að búa til fornminjar.
Nú þegar kommúnistastjórn er að taka við hér þá er um að gera að láta sig hverfa úr landi og skilja íbúðina eftir innsiglaða. Koma svo aftur eftir 20 ár og opna í henni safn sem sýnir íbúð sem er óbreytt frá dögum kapitalismans. Það verður gaman fyrir fólk að finna ónotaðann flatskjáinn og PS 3 leikjatölvuna. Og að ógleymdu afsalinu fyrir slyddujeppanum innan um reikningana frá Lýsingu og Avant.
Verst að það verður sjálfsagt búið að bjóða íbúðina upp og einhverjir nýfátækir kommúistar fluttir þangað inn fyrir löngu...
Ósnortin íbúð frá tímum kommúnistastjórnarinnar kemur í leitirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góð færsla.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.1.2009 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.