25.1.2009 | 20:17
Sjórnarslit = vandræði
Ef stjórnin springur er illt í efni. Ekki það að þessi stjórn sem að nú situr, sé svo frábær og fullkomin. Nei, hún mætti margt gera betur og sértaklega ættu þeir Árni Matt og Kristján Möller að segja af sér Árni fyrir ótal margt sem allir vita, plús það að skattaklúðrið vegna Inpregilo er eitt og sér næg ástæða til að láta sig hverfa og koma aldrei nærri stjórnmálum meir. Og Kristján er svo grímulaus fyrirgreiðslupólitíkus og kjördæmapotari að hann er búinn að gera sig með öllu ótrúverðugan. En það er ekki aðalmálið.
Það sem ég óttast mest er liðið í VG sem bíður eftir því að komast í stjórn. Fólk sem hefur ekki komið með neinar lausnir á okkar stóru vandamálum og hefur síðan himnarnir hrundu, starað heiðblint í baksýnisspegilinn og gagnrýnt það sem miður hefur farið. Það vottar ekki fyrir því að VG liðið sé með raunhæfar lausnir á nokkrum málum. Svar Steingríms við spurningu Geirs H. í kastljósinu um AGS lánið var alveg nóg til að Steingrímur tapaði öllum trúverðugleika sem lausnari þjóðarinnar.
Aðrir möguleikar í stöðunni eru þjóðstjórn og utanþingsstjórn. Ef ég skil VG rétt þá er þjóðstjórn ekki lengur í dæminu og ég hef ekki nokkra trú á að tækifærissinninn á Bessastöðum hafi hina minnstu döngun í sér til að reyna að koma utanþingsstjórn á.
Þannig að ég vona að stjórnin haldi og hreinsanirnar sem hófust í morgun haldi áfram. Ráðuneytisstjórinn í Fjármálaráðuneytinu mætti fjúka með Árna og þó svo að Daví segist hafa varað við þá gerði hann ekki nóg. Trúverðugleiki krónunnar næst ekki erlendis ef seðlabankastjórnin situr áfram.
Því vona ég bara að breytingarnar verði, en þær verði ekki stjórnarslit.
Útilokum ekki breytingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Breytingarnar hræða mig ekki, öðru nær. Ég vil nýtt lýðveldi og ég hef í mörg ár furðað mig á því t.d. hversu lítill aðskilnaður er á milli framkvæmdar- og lögjafarvalds. En ég er handviss um að fígúruverkið á Bessastöðum mun ekki koma að því máli að skipa utanþingsstjórn. Hann er allt of mikið innvinklaður og tengdur gamla kerfissukkinu til þess. Svo hentar það honum hreint ekki að leggja niður forsetaembættið eins og talað hefur verið um á síðunni Nýtt lýðveldi.Mér sýnist á öllu að hann ætli að verða ellidauður í embætti.
Ólafur Jóhannsson, 25.1.2009 kl. 20:57
High five til thín gamli kall! :D
Inga! (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 00:37
Svona fyrir utan vegriðin hjá Kristjáni tel ég að það séu nú aðrir ráðherrar eins og BB og ÞK sem ættu að fara fyrr. En það skiptir nú ekki máli nú, því þetta er búið. Síðustu forvöð fyrir þá sem hafa látið hræðsluáróður um vinstri stjórnir ná sér, að flýja land.
smg, 26.1.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.