Loksins eitthvað raunhæft í gangi.

Ég hef gagnrýnt það annarstaðar í bloggi mína hve mikið er gasprað en lítið um raunhæfar aðgerðir. Það skyldi þó aldrei vera að loksins núna sé eitthvað það að gerast sem hefði átt að byrja á stax í nóvember.  Ef það hefði verið gert strax að koma fram með framboðslista og þjóðinni hefði verið boðið upp á nýjan, raunverulegan valkost, væri búið að ákveða kosningar fyrir löngu. Því miður hafa mótmælendaslagorðin verið flest í eina átt. Heimtað niðurrif á núverandi kerfi án þess að benda á lausnir og uppbyggilega hluti. En þó er  það það sem þjóðin þarfnast mest núna. Að öskra og berja potta er sjálfsagt góð þerapía til að losna við ergelsi og pirring yfir ástandinu, en það er ekki raunhæf aðferð til bjarga þjóðfélaginu frá gjaldþroti.

Ég veit ekkert hvort eitthvað af viti kemur út úr þessu framboði og þaðan af síður hvort það muni verða það burðarmikið til að tekið landsstjórnina á herðar sér. En þarna er þó altént fólk sem er að gera eitthvað raunhæft.

Kveðja;

Huxi.


mbl.is Nýtt þingframboð í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband