Hvernig á að framkvæma byltinguna?

Í dag baðst Hörður Torfason afsökunnar á sérlega ónærgætnum og ósmekklegu ummælum sínum, sem féllu í viðtali við blaðamann Mbl.is, vegna veikinda Geirs Haarde. Hafi hann þökk fyrir það. Það var gott að hann sá ljósið og ég vona að hann hafi gert sér grein fyrir því hversu margir tóku það nærri sér að heyra svona lágkúru úr munni hans. Mjög margir sem ég hef rætt við sögðust hafa gjörsamlega misst allt álit á Herði við þessi ummæli. Ég vona það Harðar vegna að álit fólks á honum vaxi eitthvað við þessa afsökunarbeiðni.

Ég hlustaði á flestar ræðurnar í dag og ég get ekki annað en furðað mig á því hve sumir eru gjörsamlega lausir við að geta komið fram af yfirvegun og skynsemi. Það var sérstaklega einhver konuskepna sem missti sig svo gjörsamlega í innihaldslausu slagorðagjammi að það fór langa leið með að eyðileggja allan trúverðugleika fundarins. En Hildur Helga var málefnaleg og kímin og fékk mann til að hlusta á sig. Guðmundur Andri Thorsson var leiðinlegur eins og vanalega og náði ekki að tendra neinn byltingaranda hjá mér.

Og nú spyr ég þá sem vita: Hvernig á að framkvæma þessa byltingu sem boðuð er af mótmælendum? Verður það gert með þeim tækjum sem við höfum, t.d. listakosningar til alþingis, stjórnarskrá breytt, aðrar listakosningar, nýja stjórnarskráin staðfest og síðan boðað til stjórnlagaþings? Eða á bara að ryðja stjórnvöldum út með harðri hendi, afnema stjórnarskrána og boða síðan til kosninga?

Verði fyrri leiðin valin, þá er nú ekki seinna vænna fyrir arkitekta Nýja-Ísland fara að koma saman framboðslistum til að bjóða fram. Sérstaklega þar sem krafan hefur verið Kosningar strax. Það er líka möguleiki að leggja undir sig einhvern gamlan og lúinn stjórnmálaflokk, svona eins og gert var við Framsókn núna um daginn. Annar möguleiki er að treysta á að Steingrímur J. haldi óánægjufylginu og láta VG redda þessu eftir kosningar...

Ef hins vegar meiningin er að gera alvöru byltingu hérna, þá er sú tilraun gjörsamlega dauðadæmd. Þjóð með jafn ríka lýðræðishefð lætur ekki bjóða sér að einhverjir sjálfskipaðir sápukassakóngar fari að segja henni fyrir verkum. Hvernig ætti líka að ákveða hver gerði hvað í þannig stjórn, hvernig hún yrði skipuð og hve lengi hún ætti að starfa?

Niðurstaða mín af þessum pælingum er sú að þeir sem mæta niður á Austurvöll, príla upp í ræðupúlt og hrópa: Niður með ríkisstjórnina, eru ábyrgðarlausir angurgapar. Það er ekki nóg að heimta og heimta án þess að geta komið með raunhæfar og praktískar lausnir. Ég hef a.m.k. ekki heyrt þær lausnir ennþá.

Því set ég hér að lokum fram 3 spurningar sem ég hef mikið leitað að svörum við, en ekki fundið hingað til. Verði svörin skynsamleg, þá er hægt að taka afstöðu til þess hvort búsáhaldabyltingin sé skynsamleg lausn á vandamálum þjóðarinnar, eða bara örvæntingarfull viðbrögð ráðþrota fólks við vandamáli sem það ræður ekki við.

1. Hvaða fólk á að koma á breytingum þegar ríkisstjórnin er farin frá?

2. Hvaða aðferðum á að beita við að breyta stjórnskipulaginu?

3. Hvernig verður farið að því að gera upp skuldir og eignir Íslands?

Með von um greið svör.

Huxi.


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Bjarnason

Þarna hittir þú naglann nokkuð rétt á höfuðið (enda ertu smiður ekki satt?)

Mótmælendur eru ekki með neinar lausnir, það á bara að reka alla, umturna öllu og þá verður allt gott aftur.

Kjarni málsins er að það varð hrun á Íslandi. Sökin liggur að einhverju leiti hjá stjórnmálamönnum en þó aðallega hjá fjárglæframönnum. Stjórnarskipti breyta engu um stöðu mála.

Ég held að mótmælendur ættu nú að reyna að vinna að sínum stefnumálum fyrir næstu kosningar og hætta þessari niðurrifsstarfsemi. 

Aðalsteinn Bjarnason, 24.1.2009 kl. 18:13

2 identicon

Litla trú þykir mér þú hafa á íslendingum ef þú heldur að það sé ekki nóg af fólki sem getur sinnt þeim störfum sem vanhæfasta stjórn Vesturlanda hefur nú gert síðustu ár. Þessi spurning er bara hreint út sagt móðgandi og bjánaleg.

Aðferðum? Með hvaða aðferðum var það búið til? Blaði og penna, ég held það þurfi ekki mikið' meira en það og einhverja sem eru til í að takast á við það verkefni sem koma úr spurningu 1.

Setja sjómann í sjávarútveginn, lækni í heilbrigðisráðuneytið og svo fr...

Ekki eins og þetta sé eitthvað nýtt.

Sleppa því að borga allar skuldir arðræningja, ránfjárfesta, vanhæfra bankastjóra og glæpamanna og taka til hendinni af alvöru gegn spillingu og sjálfsæði. Bakfæra og laga ónýta verðmyndun og verðbólgugeðveiki sem hefur myndast vegna peningaprentunarstefnu gráðugra bankamanna.

Umfram allt hafið trú á fólki og verið ekki svona hræddir við breytingar.

Hrafn (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 18:45

3 identicon

nennti nú ekki að lesa þetta en til að svara fyrir sögnini:http://www.nyttlydveldi.is/

svona framkvæmum við biltinguna, þarna er komin lausn sem virkar.

bjöggi (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:01

4 identicon

Þú heimtar "raunhæfar og praktískar" lausnir frá mótmælendum, en hefur ekkert nema tuð og úrtölur fram að færa sjálfur. Þú segir ræðumenn óhæfa um að koma fram af yfirvegun og skynsemi. Af mikilli yfirvegun og skynsemi vindur þú þér þvínæst í að kalla einn ræðumanninn "konuskepnu".

Geturðu skrifað tvær setningar án þess að lenda í mótsögn við sjálfan þig? Haltu þig við hamarinn.

Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 19:46

5 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Hrafn: Ekki efa ég að það sé til nóg af hæfu fólki. En ef það eiga að verða kosningar strax, þá þætti mér það heldur betra að vita hvaða fólk er um að ræða. Er einhver framboðslisti tilbúinn er hægt er að líta á? Það er m.a. þetta sem ég á við er ég spyr um praktískar lausnir. En ef þú skilur ekki spurningarnar skaltu bara lesa pistlingin aftur. Þá hlýtur þetta að síast inn hjá þér. Þú minnist á sjómann í sjávarútveginn. Ég vil vita hvaða sjómann er verið að tala um. Það eru t.d. nokkrir fv. sjómenn á þingi og ekki þykja mér þeir gæfulegir. Svo ég tyggi þetta ofan í þig: Hvaða fólk á að leiða landið úr þessum ógöngum? Nöfn takk.

Bjöggi: Það er nú lámark að vita að bylting er skrifuð með yfsiloni.

Kristján: Það var að vandlega athuguðu máli og af mikilli yfirvegun sem ég kallaði konu þessa "konuskepnu". Skepna er í þessu tilfelli notað til að lýsa vorkunsemi en ekki fyrilitningu. Þetta átt þú að vita ef þú hefur lært að brúka fjölbreytt og myndríkt orðfæri. Hamarinn og ég erum alveg óaðskiljanlegir svo ekki skalt þú hafa áhyggjur af því.

Kveðja;

Huxi.

Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 21:32

6 identicon

Hörður var einn af þeim fáu sem hafa tjáð sig um þetta tilfinningaklám.

Í stað þess að viðurkenna að ríkisstjórnin er fallin,
Sjálfstæðisflokkurinn blandar saman tilkynning um
kosningartillögu og veikindi hans Geirs til að breiða yfir
niðurlæginguna sem flokkurinn gengur nú í gegnum og safna sér
stuðningi og samúð. Þetta var bara pólitiskt strategía.

En ég vorkenni þau sem horfði á Geir og Davið sem Jesús og Guð
þeirra, og Sjálfstæsðisflokkur sem trú: það hlýtur að vera
ótrúlega erfitt að fatta allt í einu að Guð og Jesús þeirra eru
búinn að svikja þeim allan tíma. Sjálfstæðisflokkur, Rikistjórn, Davið Oddsson og FME eru landráðamenn sem munu
aldrei biðja um afsökunnar..

Svona var mótmælt í gær:
http://www.youtube.com/watch?v=VjptqbfYcEI&eurl

Reynir (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband