24.1.2009 | 01:21
Afsökunarbeiðni óskast...
...frá Herði Torfasyni. Hann vænir Geir um að nota veikindi sín sem púður í pólitíska reykbombu. Það er Herði kannski eðlislægt að hugsa á svona lágu plani en það er sem betur fer ekki algengt. A.m.k. ekki hjá því fólki sem ég þekki. Það sem Geir gerði var nákvæmlega það sem honum bar að gera. Að upplýsa þjóðina um að hann hefði tekið ákvörðun um að hætta í stjórnmálum og einnig ástæðu þess að hann kaus að gera það á þessum tímapunkti. Að tilkynna jafnframt að Sjálfstæðisflokkurinn vildi boða til kosninga þann 9. maí, var í hæsta máta eðlilegt. Ekki veitti af að eyða óvissu með hug stærsta stjórnarflokksins.
Þó að Hörður sé svo skyni skroppinn að skilja ekki að þetta eru hvort tveggja nauðsynlegar upplýsingar fyrir stjórnmálin í landinu, þá skilur þjóðin það. Meðal annars þess vegna er Hörður Torfason enginn umboðsmaður þjóðarinna á Austurvelli á morgun.
Hann ætti að halda sig heima og skammast sín.
Kveðja;
Huxi
Sextándi mótmælafundurinn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott færsla hjá eins og skrifað úr mínum penna
Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 01:54
Afsökunarbeiðni frá ríkisstjórn óskast. Fyrir að klessukeyra alla þjóðina í gríðarlegar skuldir sem eiga ekkert fordæmi úr Íslandssögunni. Og afsökunarbeiðni óskast einnig frá áróðursmaskínu Sjálfstæðismanna fyrir að reyna slá ryki í augu fólks með að beina umræðuna að þessu Harðar Torfa commenti frekar en ástandinu sjálfu...halló efnahagurinn er að sökkva og þið hugsið um þetta?! Ég vill fá stjórnvöld sem skuldsetja ekki börn mín, barnabörn og barnabarnabörn...
Magnús Jón Aðalsteinsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 03:14
Það sem Hörður var að meina, held ég, er að Geir átti frekar upplýsa þjóðina um veikindi strax, sem sagt á þriðjudagin, t.d. þegar han kom í viðtal við sjónvarp.
Með að upplýsa þjóðina rétt fyrir laugardagsfundur hljómaði dóltið skritið, sérstaklega af því að hefur verið aðferð ríkistjórnarinnar síðan oktober að nóta föstudagskvöld t.d. til að koma með tillögum, tylkinningum (eins og tillaga sem kom í dag, að kosið verið í mai).
PS: Sjálfstæðisflokkur er í dag mest spillt flokkur á Íslandi, sérstaklega síðan 1992, og er út af þessu að Ísland er skuldsett fyrir 2.300 milljarðar króna í dag, og ég tek undir lika það sem Magnús Jón segir hér fyrir ofan.
Reynir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:09
Ég legg til að Reynir og Magnús fái ,,krasskúrs'' í lestri frétta, helst erlendra, því íslenskum fjölmiðlum er ekki lengur treystandi (og hefur verið þannig nokkuð lengi).
Eldhúsáhaldabyltingin er búin að matreiða og er við það að setjast að snæðingi til að éta börnin sín! Framferði þekktra einstaklinga innan Samfylkingar gagnvart sínum formanni segir allt sem segja þarf um það fólk.
Við höfum lög í þessu landi, sem því miður hafa ítrekað verið brotin undanfarna daga. Álfheiður Ingadóttir þingmaður VG er væntanlega á leið í steininn fyri sitt innlegg við umsátrið um Alþingi s.l. þriðjudag.
Síðan eigum við eftir að taka út þátt íslenskra fjölmiðla í öllu þessu!
Elías (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 04:43
Eg er búinn að hlusta á viðtalið Kreppukall.
Reynir: Ekki ert þú sérlegur fréttaskýrandi og túlkur fyrir Hörð Torfason? Það er alveg morgunljóst við Horður á við með ummælum sýnum. Han fellur í þá gömlu gryfju þröngsýninnar að sjá bara hlutina frá sínum bæjardyrum...
Magnús: Mikið væri það nú gaman, að fá smá afsökunarbeiðni frá stjórninni. En mér væri það meira virði þó að vita að það sé verið að vinna í því að leysa úr málum okkar og reyna að létta okkur skuldabirgðarnar.
Elías: Upphlup Samfylkingarinnar eru hræðsluviðbrögð ráðvillts fólks, sem ekki hafa neina forystu til að treysta á. Varaformaður Samfylkingarinnar er engin forustumaður og ekki er Össur hæfari...
Ég hef lesið bloggin þín Baldur og ég er nú ekki fordómafyllri en það, að ég leyfi þó athugasemdir við mín blogg... Þú ert í mínum augum froðuhani eins og margir fleiri niðurrifsseggir í röðum mótmælenda.
Ólafur Jóhannsson, 24.1.2009 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.