Vanmáttug yfirvöld.

Það er að koma í ljós, aftur og aftur að þegar kemur að því að taka á málum þar sem framkvæmdaglaðir athafnamenn hafa farið út fyrir lög og leifi í verklegum framkvæmdum, þá eru skipulagsyfirvöld ósköp aumingjaleg í því að halda í hemilinn á viðkomandi og sjá til þess að reglum sé framfylgt. 

Þegar það var enn í reglum að sumarhús mættu ekki vera stærri en 60m2 þá var það einn framkvæmdaglaður sem stækkaði húsið sitt í 118m2 með því að byggja við það stækkun, baðhús, grillhús og sólpalla án nokkurrar heimildar. Þegar loks var búið að dæma í málinu þá var viðkomandi gert að fjarlægja 11 m2 baðhús og eina göngubrú, þó svo að brot mannsins hafi verið augljóst og skýrt. Skilaboðin frá dómaranum voru alveg skýr:  Vertu bara nógu frekur og þá kemstu upp með hvað sem er.

Þessi skilaboð virðast hafa náð eyrum einhverra samanber vatnsveituframkvæmdir í Heiðmörk og hótelsmíðin í gamla Hlaðvarpanum við Vesturgötuna.  Og náttúrulega Múlavirkjun... Það mætti halda að þeir sem stóðu að þeirri framkvæmd hafi haldið að þau skilyrði sem sett voru fyrir byggingu virkjunarinnar séu eingöngu til viðmiðunar og þeim alls ekki skylt að fara eftir þeim.  Og það sem verra er, svo virðist sem þeir muni komast upp með þetta vegna máttleysis og aumingjaskapar þeirra sem eiga að taka á málum. Að ætla að sleppa því að lagfæra virkjunina vegna orkusölusamnings við HS, er hlutur sem kemur skipulagsyfirvöldum einfaldlega ekki við.  Það er eins og að lögreglan hætti við að taka þýfi af þjófi vegna þess að hann sé búinn að semja um að selja það öðrum. 

Það er mál til komið að það sé farið að fylgjast með framkvæmdum af einhverri alvöru og hætta allri undanlátsemi við menn, bara af því þeir eiga gröfu eða byggingarkrana.  


mbl.is Landvernd skorar á HS að segja upp samningi um Múlavirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband