Tjáningarfrelsi og "pólítísk rétthugsun".

Það er alltaf sama sagan... það á allt að vera leyft í hinum "frjálsa vestræna heimi" og við þreytumst ekki á því að predika yfir öðrum deildum jarðarinnar hvað það séu nú mikil mannréttindabrot að banna fólki að tjá sig... Allt þar til kemur að hinni "pólitísku rétthugsun"!!!  Þá skal helst stíga á bremsuna og stöðva kjaftavaðalinn áður en eitthvað rangt er sagt, t.d. að gyðingar séu fégráðugar aurasálir og hafi logið upp frásögnum um helförina til að græða á henni.  (Fyrir að halda þessu fram gæti ég lent í fangelsi í ýmsum Evrópulöndum).  Það er eins og þeir sem stjórna því sem má og má ekki í umræðunni, treysti ekki almenningi til að mynda sér skynsamlegar skoðanir á málum og haldi að fólk hafi ekki vit til að sjá hvað er rétt og satt.  Ég hefði haldið að það væri lítið mál að koma réttum upplýsingum til almennings og nóg er af miðlunum til að rökræða við fólk sem heldur fram einhverri vitleysunni.  Það er nefnilega þannig að flestir sem eru að halda fram einhverju bulli, dæma sig sjálfa með skoðunum sínum. En það er alltaf til forsjárhyggjulið sem finnst bara best að banna þetta og nota fjölmiðlaplássið undir fréttir af Parísi Hilton og öðru "mikilvægu" fólki.

Þegar maður heyrir að það eigi að banna Tinna í Kongó, þá fer maður að hald að það sé ekki í lagi með fólk... Hvað heldur þetta blessaða fólk að almenningur geri eftir að það hefur lesið bókina..? Að það fari að trúa því að Afríkubúar séu eins og þeim er lýst í bókinni.  Af hverju er ekki bara prentaðir viðvörunarmiðar og settir í  hvert eintak.? "Lýsing sú sem höfundur gefur af Afríkubúum er skáldskapur og á sér enga stoð í raunveruleikanum"  Það er ekki mikill munur á svona forsjárhyggju og því að verða bálillur yfir skrípamyndum af Spámanninum


mbl.is Tinni í Kongó of fordómafullur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Rétthugsun er ekkert annað en ein birtingarmyndin á réttrúnaði.  Við hlægjum að Rannsóknarréttum og gerum grín að dómsorði yfir Kópernikus.

Getum varla vatni haldið eða svefns notið yfir ofstjórnun klerkastjórna ýmiskonar og hryllum okkur yfir N-Kóreu.

Sama fólk og þetta gerir, bannar fornleyfarannsóknir á mannvistaleyfum í suðurhlut Klettafjallana, þar sem fundust leyfar ,,Langhöfða", þar sem viðtekið er, að Indíánar eru ,,frumbyggjar" og ahfi verið fyrstir þarna.

Eins eru þaggaðar vísindagreinar um erfiðir og áhrif þeirra á hegðan og ,,gjörvileika" manna.

Svo nú nýverið var mönnum bannað að skrifa um og rannsaka leyfar af torleystra efnasambanda sem Syklon-gasið skilur eftir sig og að nokkur maður hafi smitast af Taugaveiki í búðunum, sem nefndar eru við útrýmingar.  Item helfararbúðirnar.  Taugaveiki smitast með ýmsum hætti og eru lýs nokkuð duglegar við útbreiðsluna í þröngum búsetuformum.

Svo er bannað að setja svona fram, menn LENDA í steininum fyrir það.

Efahyggja er ekki vel séð nú, frekar en í annann tíma.

Kærar kveðjur

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Tálknafjarðaríhald

Bjarni Kjartansson, 18.7.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband