Virkjum Urriðafoss.

Það er mér óskiljanlegt hvers vegna ekki má virkja Urriðafoss og annað það sem hægt er að virkja í neðri hluta Þjórsár.

1. Þjórsá er marg-virkjuð og rennsli hennar í byggð er stýrt allt árið um kring.  Þannig að rennsli hennar er ekki náttúrulegt.

2. Umhverfi árinnar sem fer undir mannvirki og lón er ekki óspillt, langt í frá, heldur hefur búskapur bændanna við ána skilið eftir allskyns varanleg ummerki.  Þannig að ekki er verið að vernda ósnortið land.

3. Sunnlendingar hafa Hvítá sem er eins óspillt og hægt er að búast við í nútíma þjóðfélagi. Er ekki betra að einbeita sér að því að halda henni þannig.

4. Verndunarsinnar tala um að laxagengd spillist við virkjun.  Laxveiði í Þjórsá hefur verið hverfandi svo lengi sem ég man eftir og að ætla að stöðva virkjunina  út frá þeim rökum er að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.

Það er í mínum huga alveg morgunljóst að í hvert sinn sem á að virkja á Íslandi, hvort sem er um vatnsaflsvirkjun eða jarðvarma að ræða rísa upp á afturlappirnar náttúruverndarsinnar sem eru á móti. Það er eins og þeir sem eru á móti virkjunum og stóriðju geti ekki sætt sig við að það sé nauðsynlegt að breyta landinu til að framleiða orku. En ég hef ekki hitt þann sem hefur á móti því að það sé ræktuð upp ný tún eða gróðursettur skógur, þó svo að þær aðgerðir breyti ásýnd landsins. Nei, náttúruverndarsinnarnir á Íslandi vilja bara hafa virkjanir og stóriðju einhverstaðar annarsstaðar, helst nógu langt út í heimi þar sem Íslendingar sjá þær ekki, og geta helst gleymt því að það sé til eitthvað sem heitir stóriðja. Mér dettur í hug í þessu sambandi stóra náman í Ingólfsfjallinu sem svo margir eru á móti vegna þess hve mikið líti hún er á landinu. En ef mölin er ekki tekin þarna hvar á þá að taka hana? Einhverstaðar annarsstaðar þar sem sést ekki til frá hringveginum? Eru það ekki náttúruspjöll líka? Og hvað á þá að gera við holuna í fjallinu? Fylla í hana aftur? Nei það er eins með Þjórsá og námuna í Ingólfsfjalli, það er nú þegar búið að nýta ána það mikið að það er engin ástæða til að hætta því núna.  Það verður ekki snúið til baka.  Þegar búið er að virkja þá breytist áin, það vita allir, en það þarf engin að segja mér áin verði eitthvað verri fyrir það...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband