Ekki það gáfulegasta í stöðunni.

Það að reka mann úr Sniglunum fyrir vítaverðan ofsaakstur lítur mjög vel út, svona fljótt á litið.  Jú, jú, Sniglarnir koma vel út í fjölmiðlum og eru áfram góðu gæjarnir í umræðunni um ofsaakstur, afstungur og það allt.  En.. gleymist ekki af hverju samtökin voru stofnuð á sínum tíma? Var það ekki til að bæta ímynd, samstöðu og umferðarmenninguhjólafólks?  Hvers vegna þá að útskúfa þeim sem þarf helst að ná til? Ekki rekur FÍB sína félaga fyrir samskonar hegðun. Það eykur ekki á samstöðuna heldur eykur á klíkumyndanir og tortryggni milli hjólafólks. Það væri án efa betra að reyna að ræða við viðkomandi aðila og sýna honum fram á hve slæmt og óábyrgt það er að hegða sér svona í umferðinni. Það lyktar líka af hræsni að reka mann fyrir að aka of hratt, þegar svo til hver einasti ökumaður þessa lands brýtur einhver umferðarlög á hverjum degi. Það þarf enginn að segja mér að þeir sem tóku þá ákvörðun að reka manninn úr Sniglunum, hafi aldrei ekið yfir löglegum hámarkshraða.. Þessi einstaklingur gerði sig sekan ljótt lögbrot og sýndi mikinn dómgreindarskort.  Hann fær án efa nægilega þunga refsingu hjá dómsvaldinu, það er óþarfi að bæta þar um betur.

Ps. Það skal tekið fram að ég er sjálfur meðlimur í Sniglunum.


mbl.is Fyrrum formanni Sniglanna vikið úr samtökunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég er að auglýsa síðu sem var sett upp 16 júní með slagorðinu "Hagur umferðar / taktu því rólega | hraðakstur er ekki þitt einkamál" slóðin á hana er http://easy.is og hún verður í framtíðinni partur af http://nullsyn.is

Sævar Einarsson, 30.6.2007 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband