31.5.2007 | 15:06
Hvað var móðirin að hugsa!!!
Ég vil byrja á því að óska Jóhanni til hamingju að hafa getað bjargað lífi litlu telpunnar, það verður vonandi fleirum hvatning til að fara á skyndihjálparnámskeið. Ég ætla líka að vona að þessi atburður verði til þess að móðir þessara barna sjái til þess í framtíðinni að hennar börn séu ekki eftirlitslaus á randi , hvorki í sundi eða annarsstaðar. Og að síðustu vil ég að það þurfi ekki annað svona tilvik til að foreldrar á Íslandi fari að PASSA BÖRNIN SÍN!!!Það er landlægur plagsiður hjá foreldrum þessa lands að halda að það sé hægt að láta börn ganga sjálfala eins og hvern annan búpening. Það er alveg ótrúlegt hvað maður verður vitni að upp á hvern einasta dag. T.d. smábörn sem vart eru farin að ganga eru látin skjögra ein við umferðargötur, meðan að stelpurófan sem hefur verið ráðin til að passa krílið er að SMSast við vinkonur sínar í tuga metra fjarlægð. Barnapían er náttúrulega bara barn sjálf og hefur engar forsendur til að bregðast við ef eitthvað bregður útaf. Einnig horfir maður uppá það að 4 -5 ára pjakkar eru sendir einir út að hjóla, vart búnir að sleppa hjálpardekkjunum og ekki búnir að læra að bremsa. Nú í vikunni var verið að dæma mann fyrir kynferðisbrot gegn 5 ára barni.. Alveg skelfilegt að svona hlutir skuli gerast.. en af hverju var 5 ára barn eftirlitslaust úti að leika sér, mér er spurn??
Ef fólk er svo andsk... upptekið við að sinna sjálfu sér, að það má ekki vera að því að hugsa um börnin sín þá hefði kannski verið betra að huga að getnaðarvörnum frekar en barneignum...
Sautján ára sundlaugarvörður bjargaði tveggja ára barni frá drukknun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað eiga börn ekki að vera eftirlitslaus en hvernig eiga foreldrar að eltast við öll börnin sín þegar börnin eru orðin þrjú og öll leika þau sér með mismunandi vinum á mismunandi stöðum. Eiga foreldrar að hætta vinnu og elta öll börnin sín frá morgni til kvölds???
velkominn í raunveruleikann, slysin gera ekki boð á undan sér og móðirin er örugglega alveg miður sín
Agla (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:22
Alveg rólegur bara. Þú veist greinilega ekki baun um aðstæður þessa máls þ.a. það er lúalegt að drulla yfir foreldra sem er líklegast í rusli þessa dagana.
Sumir hlutir gerast bara þó allrar varúðar sé gætt. Skoðanir þínar á almennu barnauppeldi máttu eiga eins og þú vilt - en það telst seint manndómur í svona yfirlýsingum um einstök mál sem þú þekkir ekki til.
Arnar (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:39
Hæ Agla
Alveg dæmigert svar frá hinum dæmigerða íslendingi. Það liggur svo mikið á að fara í vinnu eða hvað það sem foreldrarnir eru að hugsa að það er ekki hægt að sjá til þess að börnin fari sér ekki að voða. Það skiptir ekki máli hvað þú átt mörg börn 1 eða 4, þú lætur aldrei lítið barn vera eftirlitslaust. Ef foreldrið sjálft getur ekki litið til með því þá þarf einhver annar að gera það sem GETUR BORIÐ ÁBYRGÐ á barninu. T.d. foreldrar, kennarar, leikskólastarfsfólk, dagforeldrar eða foreldrar vina barnsins sem það er að leika við. Sem betur fer endaði þetta atvik vel en því miður þá er alveg augljóst að í þessu tilviki var enginn fullorðin sem var að passa barnið.
Ólafur Jóhannsson, 31.5.2007 kl. 15:41
Það er nú heldur ekki gott að ofvernda börnin.. 5 ára barn úti að leika sér án eftirlits? Það er nú bara eðlilegt myndi ég segja. Svo lengi sem reglur eru settar fyrir börnin, að þau skuli ekki fara lengra frá húsinu en ákveðna vegalengd og fleira í þeim dúr. Auðvitað kíkir maður af og til á börnin þegar þau eru úti en þau mega nú fá smá frið til að leika sér með vinum sínum.
Karitas (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 15:46
Hæ Karitas..
Það er ekki að ofvernda börn að sjá til þess að þau hlaupi ekki út á götu, detti ekki hættulega polla, eða þau fari sér að voða á annan hátt. 5 ára barn ætlar sér ekki að óhlýðnast mömmu sinn og fara of langt frá frá húsinu, en svo bara gleymist það í hita leiksins. Það er ekki að ásæðulausu að slys á börnum eru svo miklu algengari hér en annarstaðar á norðurlöndunum, Íslendingar hugsa einfaldlega allt of oft, "þetta reddast".
Hæ Arnar.
Ég var ekki að, eins og þú orðar það svo smekklega, að drulla yfir einn né neinn. Ég var einfaldlega að leggja út frá atvikum eins og þeim var lýst í fréttinni og þeim afleiðingum sem það hafði í för með sér. Sé fréttin röng þá er ekki við mig að sakast. Ég vona bara innilega að foreldrum litlu telpunnar líði sem best enda er það ekki meining mín að særa þá á einn eða annan hátt.
Ólafur Jóhannsson, 31.5.2007 kl. 16:15
Tek heilshugar undir með " NO: 11 "
Magnús (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.