Færsluflokkur: Íþróttir
25.1.2009 | 18:58
Ég held með Noregi...
Flott hjá norsurunum. Vonandi ná þeir sem lengst.
Heja Norge
Noregur vann Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.9.2007 | 11:01
Þetta er allt hið besta mál.
Það að Eiður sé á bekknum er mun betri fréttir heldur en búast hefði mátt við eftir þær yfirlýsingar sem bloggarar voru búnir að hafa uppi um framtíð Eiðs hjá Barcelona. Það að hann sé á bekknum sýnir að honum er treyst, þó svo að hann nýstaðinn upp úr meiðslum OG það sé búið að kaupa Henry OG ungu strákarnir séu búnir að standa sig vel á undirbúningstímabilinu OG einhver stjóri hjá Braca sé búinn að lýsa því yfir að hann megi alveg fara eitthvað annað.
Þetta með sæti í liðinu snýst nefnilega um fleira heldur en frammistöðu í einstaka leik. Ef Eiður leggur sig fram á æfingum, sýnir það að hann sé tilbúinn að berjast 100% fyrir liðið og lætur ekki tímabundið mótlæti buga sig þá er hann að senda þau skilaboð að hann sé traustsins verður. Um hæfileikana þarf ekki að fjölyrða, þó hann sé ekki eins knattlipur og sumir félagar hans í liðinu þá hefur hann aðra kosti sem vega þar á móti.
Eg hef trú á því að fljótlega fari hann að koma inná, og sýna öllum sem voru búnir að afskrifa hann að þeir höfðu rangt fyrir sér
Eiður á bekknum allan tímann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)