Jóhanna klúðrar seðlabankamálum.

Ja, það byrjar ekki fallega hjá henni Jóku. Hún hefur greinilega haldið að um leið og hún væri orðin forsætisráðherra væri nóg að senda bréf í seðló og þá myndu Davíð og félagar bara hlaupa út - hviss, bang... Hún hefur greinilega ofmetið vald sitt eitthvað.

Hún hefði betur byrjað á réttum enda. Fyrst hefði hún átt að breyta lögum um Seðlabankann, þannig að núverandi stjórnarfyrirkomulag hefði verið lagt niður. Ef þannig hefði verið farið að þurfti ekki að biðja neinn að hætta. Stöður núverandi seðlabankastjóra hefðu einfaldlega verið lagðar niður og þeir hefðu fengið sína 12 mánuði greidda.

Málið dautt.

En ákafinn var svo mikill að losna við Davíð, að það var ekki hugsuð hálf hugsun til enda hjá Jóhönnu. Það var vissulega nauðsyn að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum, til að auka tiltrú á peningamálastjórninni hjá okkur. En áhrifin af hreinsunum í seðlabankanum hefðu verið margfalt meiri ef þær hefðu verið framkvæmdar í október heldur en núna. Það eru víst flestir sem hafa samskipti við okkur á annað borð, búnir að átta sig á að við erum á fullu í því að gera eitthvað í okkar málum. Þannig að nokkrir dagar til eða frá með núverandi bankastjórn hefðu ekki skipt nokkru máli. En þetta rugl í Jóhönnu er að öllum líkindum búið að skemma fyrir okkur og hefur náð að rýra tiltrú umheimsins, bæði á henni og stjórnkerfinu öllu.

Og það er eitthvað sem við getum alveg verið án...


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er kannski misvitur athugasemd en hún berst til misviturs manns þannað að það ætti ekki að skipta máli....

Myndir þú ekki frekar vilja segja að Davíð og vinir hans hefðu klúðrað málum í Seðlabankanum en ekki Jóhanna?

Þegar þú talar um að hreinsanir í Seðlabankanum hefðu verið áhrifameiri hefðu þær verið framkvæmdar í október frekar en nú, veistu hvernig ástandið var á Íslandi í október? Heldur þú að miðað við þáverandi stjórn hefði verið mögulegt að framkvæma einhverjar hreinsanir, að þeir sem voru þá við taumana hefðu það í sér að ýta Davíð úr starfi?

Að lokum, heldur í alvörunni að "þetta rugl í Jóhönnu" sé búið að eyða trúverðugleika okkar gagnhvart umheiminum? Helduru, ef þú hugsar aðeins um það, að það sé ekki Davíð og skósveinar hans sem séu að því? Að fyrst að hann hefur ekki í sér þann manndóm að einu sinni svara bréfi forsetisráðherra, sé hann að gefa skít í Ísland, þjóðina og fólkið og það sé að rýra tilrú umheimsins?

Kannski eru þetta misvitrar athugasemdir, en misvitur maður eins og þú ættir að geta svarað þeim.

Steini (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:02

2 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Steini: Það var margt klúðrað í seðlabankanum, en það var samt ekki þannig klúður að hægt væri að hanka stjórnina fyrir afglöp í starfi eða þ.hl. Og stjórnin sem sat í október var með dæmigerða áfallastreituröskun eins og stór hluti þjóðarinnar. Verk- og ákvarðanafælni var áberandi. Ég vonaði, eins og svo margir aðrir að hún næði að rífa sig upp á rassgatinu, en það var ekki nægileg döngun í Samfylkingunni til að fylgja málum eftir til enda. Hefði stjórnin setið áfram hefði sjálfsagt verið skipt um stýrikerfi í Seðlabankanum með vorinu...

Ég sagði ekki að ruglið í Jóhönnu hefði eytt tiltrú, heldur rýrt hana og á því er stór munur. Það voru bundnar vonir við þessi stjórnarskipti út í heimi og það að byrja svona sendir ekki gáfuleg skilaboð til umheimsins. Og það er ekki traust röksemdafærsla að segja að það sé allt í lagi fyrir Jóku að klúðra, því að Davíð klúðraði meira. Ef aðferðarfræðin við breytingar á stjórn seðlabankans hefði verið rétt þá hefði ekki verið neitt pláss fyrir klúður.

Hvorki hjá Jóhönnu eða Davíð...

Ólafur Jóhannsson, 7.2.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband