Kemur ekki á óvart !!

Það undrar mig ekki að það reiðhjólamaður hafi verið ekinn niður á þessum gatnamótum.  Bæði það að bílsjórar virða lítt gönguljósin og svo hitt að reiðhjólafólk sýnir oft fádæma dómgreindarskort, hjólar á götunni þrátt fyrir góða hjólastíga og skeytir hvorki um skömm né heiður gagnvart öðrum vefarendum.  Ég veit ekki hvað olli þessu slysi en það undrar mig að þau skuli ekki vera mun tíðari miðað við umferðarmenninguna á þessum gatnamótum og víðar  í borginni.
mbl.is Ekið á hjólreiðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða hjólastiga? Gætirðu bent mér á hvar þá er að finna í Reykjavík?

andri (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:30

2 identicon

það er greinilegt að þú hefur ekki ferðast mikið um á hjóli.

ingibjörg (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:34

3 identicon

Ég tek undir með andra. Það er mjög erfitt að hjóla allra sinna ferða og oft eru t.d. verktakar okkur mikill skaðvaldur s.s. með því að sturta sandhrúgum á hjólreiða/göngustígana, láta steypustyrktarjárn skaga út á hjólreiðastígana. Bæjaryfirvöld hreinsa mjög sjaldan göngustíga og hér í Mosfellsbænum hafa sömu glerbrotin prýtt göngu og hjólreiðastígana okkar í marga mánuði. Það er mikið mildi að menn hafi ekki slasast alvarlega við að nota hjólreiðastígana. Ef menn tækju Dani og Norðmenn sér til fyrirmyndar þá væri alltaf lagður hjólreiðastígur við hlið umferðargatna. Það kostar aðeins meira í upphafi en sparnaðurinn hlýst af því að fleiri hjóla = minni slit á umferðargötunni => lengra í næstu endurnýjun....

Hjólína (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:38

4 identicon

Ég veit ekki til þess að þarna séu reiðhjólastígar og reikna þar með að þú sért að ræða um gangstéttina sem reiðhjólum er samkvæmt lögum ekki heimilt að vera á.Hjólin eiga samkvæmt öllum reglum að vera á sérstökum reiðhjólastígum eða á götunni,en tel ég að bæta mætti reiðhjólamenninguna hér á landinu og vænti ég þá að menn gætu minnkað notkun einkabílssins sem er að mínu mati allt of mikil.Hvernig þetta sérstaka slys atvikaðist veit ég ekkert um en vonandi eru menn heilir á bæði líkama og sál.

Engillinn (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 11:43

5 identicon

Það sést glöggt á greininni sem No.11 skrifar; að hann hefur ekki stigið á reiðhjól árum saman. Hann hefur líklega ökupróf en hefur jafn greinilega ekki lesið umferðalögin og veit heldur ekkert um þau, en þarf samt að tjá sig blessaður. ÞAL. er hann jafn hættulegur í umferðinni og þessi sendibílstjóri sem ók á hjólreiðamanninn.

 Áskorun til þín No 11. prófaðu að hjóla áður en þú tjáir þig um það sem þú veist ekkert um.

Hjólari No.12 (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 12:48

6 Smámynd: Morten Lange

Frábært að sjá svona mörg tjá sér um hjólreiðar og kostir þeirra hér á blogginu.

Tek undir  með Slembnum einstaklingi  um að oft getur verið öruggari að hjóla á götunni.  Hef hér stuðning frá mér vitrari mönnum /rannsóknum erlendis frá, og skýringin er einmitt þetta sem Dofri Hermanns bendir líka á í sínum bloggpistli tengd fréttina, að það mikilvægasti sé að ökumenn taka eftir hjólreiðamennina.

Frá lestri mínum sýnist mér að þegar hjólreiðamönnum fjölgar þá minnkar nær undantekningalaust áhættan. (Fléttið upp "Safety in numbers" )
Og fjölgun stíga leiðir oft með sér fjölgun hjólreiðamanna.  En hagrænir hvatar og bætt umræða geta líka spílað inn með mjög jákvæðum hætti til að auka hjólreiðum og auka meðvitund bæð ökumanna og hjólreiðamanna.


Annars þarf að leiðrétta smá v. réttindi hjólreiðamanna :  Reiðhjól eru ökutæki samkvæmt umferðarlögum, og hjólreiðamenn lúta í aðalatriðum sömu umferðarreglum og bilstjórar.  En þeir mega hjóla á gangstéttum og göngustígum ef það er ekki til óþæginda fyrir gangandi.   

Samgönguhjólarar sem gjarnan geta náð amk. 30 km hraða geta auðveldlega verið til óþæginda fyrir gangandi.

En okkur vantar betri upplýsingar um slysin sem gerast, eins og tilfellið er greinilega líka hér til að fara að draga ályktanir tengd þeim.  En það er vel þekkt að flutningabílar eru sérstaklega hættulegir hjólreiðamönnum. Bílar eru almennt hættulegri því stærri og hærri sem þeir eru.  Og sérstaklega þegar þeir taka hægri beygju og ekki gera sér grein fyrir að þarna sé hjólreiðamaður.


Morten Lange, 25.6.2007 kl. 23:06

7 Smámynd: Magnús Bergsson

Ég er að velta því fyrir mér hvort No :11 sé nokkuð staddur á Íslandi?

En að öllu gamni slepptu þá sýnist mér að No :11 hafi tekið bílprófið hér á Íslandi. Hann hefur ekki hugmynd um stöðu hjólreiðafólks sem og rétt þeirra í umferðinni. Í Noregi minnir mig að séu komin ný lög. Þeir sem taka þar bílpróf verða að hjóla í umferðinni heilan dag til að skilja stöðu hjólreiðafólks. Hér sem og í flestum vestrænum löndum á hjólreiðafólk að vera á götum en eru gestir á gangstéttum. Sumstaðar er bannað að hjóla á gangstéttum en þar er samgöngukerfið miklu þróaðra en hér, með hjólreiðabrautum og öllu tilheyrandi. Ástandið er að vísu hvergi fullkomið nema þá einna helst í Hollandi. Því miður er fólk farið að kalla gangstéttir "hjólastíga". Það eru jafn mikil öfugmæli og að kalla reiðveg akbraut. Hönnunarforsenur eru nefnilega gjör ólíkar. Á Íslandi er svo til ekkert til af hjólreiðabrautum, aðeins þessir 120 metrar, sem eru þó ekki gallalausir. Hjólreiðafólk á að vera á akbrautum og lúta þar hefðbundnum umferðareglum þó ekki sé gert ráð fyrir þeim í hönnun akbrauta. Hjólreiðafólk hefur ekkert með það að gera að limlesta gangandi vegfarendur eða sjálfa sig á stöðum sem ekki eru hannaðir til hjólreiða. Það er vissulega ekkert grín að vera hjólreiðamaður á Íslandi. En svona er það að búa við stjórnsýslu misvitra ráðamanna. Við það bætist svo einhver minnimáttarkennd ökumanna í garð hjólreiðafólks, eða eigum við bara að kalla það skeytingaleysi.

Hér er efni í ansi góða bók um harmsögu, því er best að hætta. Verst að vita ekki meira um tildrög þessa slyss. Líklega læra menn ekkert af því fremur en af öðrum slysum.

Vona svo bara að ný ríkistjórn og samgönguráðherra bretti upp ermarnar og komi HJÓLREIÐABRAUTUM í vegalög og endurskoði umferðalög til samræmis við það. Við höfum ekki haft samgönguráðherra í MÖRG ár heldur aðeins bílamálaráðherra. Það er kominn tími til breytinga.

Magnús Bergsson, 26.6.2007 kl. 02:02

8 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Já, þessi færsla lýsir fáfræði.  Þessi fáfræði viriðist því miður vera almenn hér á landi.  

1) Hjólreiðabrautir eru ekki til á Íslandi ( þessir nokkru metrar eru nú bara hlægilegir )

2) Reiðhjól eru fullkomlega lögleg á götunni, en meiga vera á gangstéttum eftir að lög voru víkkuð í þá veru.  

3)Það þarf mun meiri dómgreind til að vera á hjóli í umferðinni en á bíl. ( Hér tala ég af minni eigin reynslu. ) Þegar ég ek um borgina líður mér eins og ég gæti allt eins verið heiladauður, miðað við þá athygli sem þarf að vera vakandi þegar ég hjóla. Að auki komast þeir sem hjóla reglulega fljótlega að því að þeir eru mun öruggari á götunum.  Þar sjást þeir betur og undirlaginu er þar að auki mun betur við haldið en á gangstéttum.

4) Endilega útskýrðu við hvað þú átt með "skömm og heiður".  

5) Ég skora á þig að prufa að hjóla frá Hafnarfirði í miðbæ Reykjavíkur, eða öfugt.  Ef þú ert sérlega duglegur gætirðu líka hjólað til baka.  -  Ef þú gerðir þetta þá væri etv mark á þér takandi. 

Arnþór L. Arnarson, 27.6.2007 kl. 13:03

9 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Ég á reiðhjól og hef hjólað á því árum saman um allan bæ.  Þessar færslur ykkar um að það sé öruggara að hjóla á götum heldur en gangstígum á rétt á sér í  30 km. hverfum og sumum götum með 50 km. hámarkshraða. En þegar maður sér hjólreiðamann vera að puða eftir Sæbrautinni, jafnvel í rigningu og slæmu skyggni þá fer maður stórlega að efast um vilja viðkomandi til að lifa, sérstaklega þar sem við hliðina á Sæbrautinni liggur gangstígur, (sem má hjóla á s.kv. umferðarlögum), þar sem varla sést nokkur maður á gangi. Það er sjálfsagt hægt að tala um að hlutirnir eigi að vera svona eða hinnseigin, en það breytir ekki þeirri staðreynd að svona er ástandið í dag. Það er þessi hegðun sem ég á við þegar ég segi að hjólreiðamenn "skeyti hvorki um skömm né heiður".  Það er hjólað eftir götunni með þá hugsun eina í höfðinu "Hér má ég vera lögum samkvæmt þið rétt ráðið hvort þið keyrið mig niður, ég er í rétti".  Það væri hugguleg grafskrift, "Hér hvílir NN Hjólreiðamaður, hann var í rétti en er dauður fyrir því". Ég hef hjólað milli Reykjavíkur og Hafnarfjarða, 1 sinni og dettur ekki í hug að reyna það aftur, mér er meira annt um líftóruna en svo að ég reyni það aftur. Ég vil skora á reiðhjólamenn að horfa á umferðarmenninguna í borginni af raunsæi og standa saman í því að berjast fyrir betri aðstöðu í umferðinni fyrir okkur öll

Ólafur Jóhannsson, 28.6.2007 kl. 10:23

10 Smámynd: Arnþór L. Arnarson

Já, það er einmitt þessi hugmynd sem virðist vera partur af vandamálinu.  Einhverskonar goðsögn kannski.  Um hinn ofurþjóska, hugsjónarmann, Helga Hós á hjóli, sem fórnar lífi og limum til að sýna fram á eitthvað sem honum þykir öllu æðra. Málið er bara ekkert svona dramatískt og hjólreiðamenn eru bara venjulegt fólk, engar ofurhetjur ( þó þær séu nú til meðal okkar ).

Annað, þegar þú sérð manneskju á hjóli þá er hún skyndilega orðinn hjólreiðamaður ( jafnvel þó hún hafi ekki hjólað síðan hún var 7 ára ).  Af þessum sama "hjólreiðamanni" dæmir þú heilan skara af vönum hjólreiðamönnum. Að auki virðist þú ekki hafa minsta snefil af þekkingu hvað varðar aðstöðu hjólreiðarmanna. -  Jú, þú hefur hjólað frá Hafnarfirði, og telur þig hafa verið heppinn að lifa af. Ergó það eru bara bjálæðingar sem hjóla og hættir við það sama að hjóla. - En það er ekkert skrítið að þér hafi liðið eins og þú hafir verið í lífshættu, því þú varst það.  En það sem þú hugleiðir ekki er hvernig reynslu meiri hjólreiðamenn velja sér leiðir til þess að minnka þessa hættu. Það þarf nefnilega að kunna réttu leiðirnar til þess að komast sæmilega örugglega á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, eða bara á milli A og B.  

Þeir sem hjóla ekki reglulega hafa skiljanlega ekki auga fyrir hjólum eða hjólreiðamönnum.  Þeir sjá ekki hvort viðkomandi er vanur eða viðvaningur, hvort hann er á drasl hjóli eða á góðu hjóli, ekki einusinni hvort þeir eru á fjallahjóli eða á racer ( hrútastýrishjóli ).  

Varðandi gaurinn sem hjólaði á Sæbraut, þá koma nokkrir möguleikar til greina.  Viðvaningur, útlendingur, keppnismaður ( á racer ) eða jafnvel bara brjálæðingur. ;) Ef þú þekkir ekki réttu leiðirnar ( ert viðvaningur ) þá geturðu lent í því að villast inn á mjög slæmar leiðir. Þú hefur kannski lent í því á ævintíraferðinni þinni á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.  Það er bara hluti af því að læra alla skapaða hluti, maður gerir mistök.  Útlendingar eru flestir vanir umferðarmenningu þar sem borin er virðing fyrir hjólreiðamönnum ( búast ekki við öðru hér ) en þekkja að auki ekki leiðirnar innan borgarinnar ( þær fela oft í sér að hjóla eftir hitaveitustokkum og allskyns krókaleiðum til að komast klakklaust á milli A og B ) og þeir lenda því stundum inn á Sæbraut eða Ártúnsbrekku, bara vegna þess að þeir hafa ekki betri upplýsingar ( og vegakerfi og kort miðast við bíla ). Keppnis menn ( og ég flokkast stundum undir þann flokk sjálfur ) hjóla margir daglega 50 - 100 km á dag í vegakerfi Reykjavíkurborgar.  Þetta þurfa þeir að gera til að viðhalda lágmarkskeppnisformi, og hafa ekkert annað að leita. ( Hvenig væri nú að bæta aðstöðuna fyrir íþróttagreinina?! )  Þú getur bölvað þér að þeir bölva hálfvitunum í bílunum mun oftar en hálvitarnir í bílunum bölva þeim.  Þeir lifa aðeins af vegna þess að þeir eru með athyglisgáfuna í lagi, og kunna réttu leiðirnar.  Að auki eru þeir á dekkjum sem þola ekki sprungnar gangstéttir, sand, glerbrot, kanta sem er regla fremur en undantekning í samgöngukerfinu. ( Meira að segja menn eins og Lance Armstrong þurfa að æfa á götum samhliða bílum og þola flaut og köll frá akandi vesalingum.  Þar er nú BANNAÐ að hjóla á gangstéttum! ( Eins og í flestum öðrum löndum. ) )  Akandi gera sér fæstir grein fyrir því að þó að það _eigi_ að vera útivistarstígur við hliðina á sæbraut, því hann er þar bara ekki alltaf.  Við gamla JL húsið er það árlegur viðburður að útivistarstígurinn er rofinn á ca 100 - 150 metra kafla, og þakinn sandi á stórum köflum þar í kring, vegna ágangs sjávar.  Oft kemur það fyrir að þessir stígar eru líka rofnir vegna einhverra framkvæmda, og það geta liðið mánuðir þar til hann er orðinn fær  á ný fyrir hjól ( hér tala ég sérstaklega um racera ( götuhjól - hrútastýrishjól ) ). Og hvað á að gera á meðan?  Sitja heima og væla?!  Nei, þú finnur nýjar leiðir, og það að fara út á götu ( þar sem það ÆTTI að vera óþarft ) er bara ein af þeim leiðum sem vanir hjólreiðamenn notast við.  Og þegar akandi stara hneikslaðir með spurn í augum á okkur, og gerast jafnvel svo kræfir að kalla og þeita horn sín, þá er bara ekki mikið sem við getum gert, nema að bölva í hljóði og bíta á jaxlinn.  Fólk sem ekur allar sínar leiðir hefur bara nákvæmlega enga glóru um hvað það er að hjóla í Reykjavík.  Ekki frekar en marsbúi hefði glóru um hvað væri að gerast á fótboltaleikvangi. Ökumenn skortir allan "leikskilning" svo ég haldi áfram með fótboltalíkinguna.  Hvernig í ósköpunum ættu þeir að hafa hann?!  Þeir lifa í vernduðu samfélagi, þar sem það er vant að renna hugsunarlaust um skýrt afmarkaðar og greiðfærar rennur sem það kallar götur.  Það er ekki eins og það þurfi að hugsa mikið um hvað er að gerast í kringum það.  Jú, það þarf að vita hvar næstu bílar eru staðsettir, og sjá hvort þeir eru að taka fram úr eða skipta um akgrein.  En það er um það bil allt og sumt.  Og þegar þeir sjá hjólreiðamann út í kanti passar hann bara ekki inn í þennan þægilega hugsanadoða sem ökumaðurinn hefur komið sér svo notalega fyrir í; ekki ósvipað og hann hefur komið sér notalega fyrir í bílsætinu, inn í hljóðeinangraðri málmdós, sem veitir tilfinningu um ómælt öryggi.  Í þessu hugarfari sjálfsblekkingar renna flestir um göturnar og kæra sig ekkert um að passa sig á hjólum, það kostar bara of mikla athygli.  Það er erfitt! Þeir eru fyrir!  Þeir eru brjálaðir!  - Þetta er það sem við mætum á hverjum degi.  Þegar það eina sem við biðjum um er að vegagerðin losi okkur frá þeirri kvöl og pínu að þurfa að umgangast þessa hálfvita sem aka svo oft um á bílum.  Okkur leiðist að hafa samneiti við bíla og enginn hjólreiðamaður sem ég þekki hefur ánægju af því að hjóla nálægt klunnalegum málmhlunkum á miklum hraða.  

Við erum miklu mun pirraðari á bílunum en bílarnir gætu mögulega pirrast á okkur; til þess erum við bara allt of fá.  Þú getur bölvað þér upp á að ef þú sérð hjólreiðamann úti á götu, er það EKKI vegna þess að honum finnst svo gaman að hjóla úti á götu; hann hjólar þar vegna þess að hann neyðist til þess!  

Bíllinn er gjaldþrota hugmynd. Og það eina sem skilur hjólreiðamanninn frá þeim akandi, er viljinn til að hjóla. Við erum ekkert öðruvísi en þið. Við vorum einu sinni alveg jafn ósjálfbjarga og hinn venjulegi ökumaður. Við vorum venjulegi gaurinn sem beið á ljósunum við hliðina á þér. Ekkert öðruvísi. En það sem breyttist var bara að við uppvötvuðum að það er til önnur leið, sem er bara svo margfalt betri að við viljum ekki snúa til baka, og bíða á ljósum, eða í umferðar öngþveitinu sem er að verða æ meira ráðandi í Reykjavík. Það er bara ekkert ĺíf!

En þangað til menn sjá ekki þessa yfirburði reiðhjólsins, munu menn bara gapa og kalla okkur brálæðinga.  ( Hefuruðu aldrei pælt í því hvers vegna við leggjum þetta á okkur?  Hvers vegna við þolum þetta?  Velt því fyrir þér að víst við leggjum þetta á okkur hljótum við að vera upplifa eitthvað merkilegt.  Eitthvað sem er kannski merkilegra en að sitja inn í bíl?  Pældu aðeins í þessu. )

Arnþór L. Arnarson, 28.6.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband